Sumargjöf gefur leikskólum bók um málörvun

Skóli og frístund

""

Í tilefni af 90 ára afmæli Sumargjafar á þessu ári færði félagið öllum leikskólum borgarinnar eintak af bókinni Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna.

Steinunn Jónsdóttir leikskólastjóri í Steinahlíð og Gerður Sif Hauksdóttir, leikskólastjóri Grænuborgar, færðu leikskólum borgarinnar gjöfina fyrir hönd Sumargjafar á leikskólastjórafundi í Gerðubergi 20. nóvember s.l.

Bókin Snemmtæk málörvun í málörvun tveggja til þriggja ára barna veitir leiðbeiningar um hvernig hjálpa megi, með því að byrja nógu snemma, ungum börnum með málþroskafrávik. Með markvissri íhlutun og örvun er hægt að draga úr þeim afleiðingum sem alvarleg málþroskafrávik geta haft á hegðun, líðan og nám barnsins. Höfundar bókarinnar eru þau Ásthildur Bj. Snorradóttir, Anney Ágústsdóttir, Bergrós Ólafsdóttir, Margrét Þóra Jónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson.