Betri borgarbragur í Ráðhúsinu

Samgöngur Skipulagsmál

""

Betri borgarbragur er rannsóknarverkefni sem fjallar um þéttbýlisskipulag og byggt umhverfi, út frá sjálfbærum og hagrænum sjónarmiðum. Áhersla er lögð á greiningu á Reykjavík og nágrenni. Þriðjudaginn 8. apríl kl. 16 – 16 verður opinn kynningarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur um þessi mál.
 

Á kynningarfundinum verða flutt átta stutt erindi:
• Borgarmenning
• Lög og reglugerðir / Sjálfbærni í samgöngum
• Göngu- og hjólavænt umhverfi
• Þjóðvegir í þéttbýli?
• Lífsgæði og sjálfbærar byggingar
• Reykjavík – skipulag; saga og sjálfbærni
• Greining og samanburður hverfa
• Upp sprettur borg

Veggspjald fundarins

 

Byggingar og innviðir í þéttbýli hafa áhrif á flesta þætti mannlífsins

Aðstandendur Betri borgarbrags eru sex arkitektastofur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands. Í kynningu um fundinn segir að á höfuðborgarsvæðinu sé fremur gisin byggð og fjöldi vannýttra svæða. „Íbúðahverfi eru jafnan aðskilin frá atvinnusvæðum og í þeim er sjaldnast framboð á annarri þjónustu en lögbundinni opinberri þjónustu. Hverfin eru aðskilin með stórkarlalegum umferðaræðum og almenningssamgöngur eru í lágmarki. Þetta kallar á mikla umferð og ýtir undir óþarfa bílaeign íbúanna, um leið og hverfin verða ósjálfbær og óvistlegri til íveru“, segir í kynningu frá Betri borgarbrag.

„Byggingar og innviðir í þéttbýli eru langtímafjárfesting sem hafa áhrif á flesta þætti mannlífsins. Mikilvægt er að skipulag og byggingar skapi góðan ramma um mannlífið, okkur og ókomnum kynslóðum til hagsbóta með lágmarksálagi á umhverfið“, segir einnig.
Verkefnið hlaut þriggja ára Öndvegisstyrk Tækniþróunarsjóðs Rannís árin 2009-2012 og styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar árið 2010.