Aðventuhátíð í Háaleitisskóla

Skóli og frístund

""

Nemendur og starfsfólk í Háaleitisskóla hélt aðventuhátíð í vikunni og lýstu upp skammdegið með kyndlum, eldi og jólaljósum. Markmið hátíðarinnar er að nemendur njóti útiveru í leik og starfi á skólalóðinni.

Aðventuhátíðin er haldin í tveimur áföngum og var sá fyrri haldinn í fallegu en frostköldu veðri fimmtudaginn 5. desember. Nemendur tóku daginn snemma í skammdegismyrkrinu og tóku þátt í margs konar ævintýrum og leikjum á skólalóðinni. Boðið var upp á vísindastöð, sögurjóður með heitu kakói, hreyfileiki, handverk, fuglafóðurgerð og grillstöð. Sumar tilraunir í vísindastöðinni misheppnuðust reyndar vegna kuldans. Unglingarnir gerðu einnig hreint í stofunum sínum og settu upp jólaskraut. Þá komu börn úr leikskólanum Álftaborg í heimsókn og fengu að vera með í útifjörinu.  

Sjá myndband frá aðventuhátíðinni í Háaleitisskóla.