Fjölsótt bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur

Mannlíf Menning og listir

""

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á bókamessuna í Ráðhús Reykjavíkur sem hófst á hádegi í dag. Öll bókafolög í Reykjavík eru með kynningarbás og er tilvalið að leggja leið sína í Ráðhúsið og kynna sér bækur sem eru á boðstölum nú fyrir jólin. Þetta er í þriðja sinn sem bókamessan er haldin en það er Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Félag íslenskra bókaútgefenda sem standa að baki skipulagningunni.

Stöðugur straumur fólks hefur verið í Ráðhúsið í dag á bókamessuna sem nú stendur yfir í Tjarnarsalnum. Bókamessan opnaði klukkan 12 á hádegi og stendur til klukkan 18 bæði í dag og á morgun sunnudag. Gestir gengu á milli kynningarbása til þess að kynna sér bækurnar sem verða í boði fyrir jólin.  Jón Gnarr, borgarstjóri, kom á bókamessuna og kynnti sér bókaúrvalið. Hann greip meira að segja í prjónana meðan hann kynnti sér prjónabækur á einum kynningabásnum.

Á gönguásnum var mikið fjör því þar gátu gestir skorað á Gunnar Helgason, leikara og rithöfund, í fótboltaspil. Hamagangurinn var mikill og heyra mátti hróp og köll þegar mörkin voru skoruð. Börnin gátu farið í hárgreiðslu eða látið skreyta á sér neglurnar, boðið var upp á ýmsar kræsingar úr matreiðslubókum sem skola mátti svo niður með gómsætum heilsusafa. Boðið var upp á slökunarstund fyrir börn í fylgd fullorðinna í matsal Ráðhússins en Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir, höfundur bókarinnar Garður hugans, leiðir slökunarstund sem byggir á aldagamalli hugleiðslu sem miðar að því að ná tökum á eigin hugsunum og finna innri ró og frið.

Skáldið og þýðandinn Þórdís Gísladóttir fær til sín þýðendurna Ingunni Ásdísardóttur, Óskar Árna Óskarsson og Rúnar Helga Vignisson til að ræða Ást, dauða og djöfulskap í þýðingum.tískusýningu, förðun, LEGO-smiðju, sögustundir, fræðandi erindi og umræður um nýjar bækur.

Dagskráin er fjölbreytt meðal annars lesa höfundar úr verkum sínum, þekktar sögupersónur mæta í heimsókn, boðið verður upp á lifandi tónlist. Klukkan 16 báða dagana er svo boðið upp á bókmenntadagskrá í Borgarstjórnarsalnum. Rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Haukur Ingvarsson fær til sín skáldin Guðmund Andra Thorsson, Sindra Freysson og Sjón til að ræða Hliðar karlmennskunnar í verkum sínum á laugardag. 

Sjá heildardagskrá Bókamessu á  vefnum www.bokmenntir.is