Mikill áhugi á málþingi um frístundastarf

Á annað hundrað manns hafa skráð sig á málþing um frístundastarf sem haldið verður föstudaginn 1. febrúar í Tjarnarbíó. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Menntavísindasvið HÍ stendur fyrir málþinginu undir yfirskriftinni SNÚ SNÚ – stefnumót frístundamiðstöðvanna og Háskóla Íslands.

Efni málþingsins er hugmyndafræði og þróun frístundastarfs á nýju skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Meðal fyrirlesara er Dr. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ, en doktorsverkefni hennar frá 2012 var rannsókn á hlutverki og stöðu reykvískra frístundaheimila. Sjá helstu niðurstöður hennar.

Meðal annarra fyrirlesara eru Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs HÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir lektor og Jakob Frímann Þorsteinsson formaður námsbrautar í tómstunda og félagsmálafræði HÍ.

Dagskrá málþingsins er á vef skóla- og frístundasviðs.