Íbúar kusu verkefni sem fegra og bæta Grafarholt og Úlfarsárdal

Íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur lauk á miðnætti 11. apríl. Alls kusu 6.076 en gild atkvæði voru 5.732. 

Kjörsókn í borginni var alls 6,3%.  Hæst var hún á Kjalarnesi þar sem 12,4% íbúa kusu, næst hæst í Hlíðum þar sem 8,5% íbúa kusu en kjörsókn í Grafarholti og Úlfarsárdal og Vesturbæ mældist 8,0%. Lægst var kjörsókn í Breiðholti þar sem hún var 5,0%. 

Athygli vekur að fleiri konur kjósa í kosningunum en karlar. Á það við um öll hverfin í borginni en á Kjalarnesi kjósa 15,6% kvenna á móti 9,5% karla og í Hlíðum er hlutfallið 10,1% á móti 6,8%. 

Íbúar kusu 111 verkefni til framkvæmda, þar af mörg meðalstór, en hugmyndir að öllum verkefnunum koma frá íbúum í hverfum borgarinnar. Kosningarnar eru bindandi fyrir borgina sem mun framkvæma öll verkefnin á þessu ári og því næsta. 

Í Grafarholti og Úlfarsárdal kusu íbúar 8 verkefni til framkvæmda en kostnaður við þær verður 17.5 milljónir króna. Fjöldi atkvæða í Grafarholti og Úlfarsárdal var 341 og kjörsókn 8%. Skipting á milli kynja var nokkuð jöfn en 8,4% kvenna kusu á móti 7,5% karla. 

Meðal stórra verkefna í Grafarholti og Úlfarsárdal í ár verða: 

Gróðursetja tré og runna á nokkrum stöðum í Grafarholti. Kostnaður 3 milljónir. 

Leggja malarstíg að Paradísardal/Skálinni. Kostnaður 3 milljónir. 

Gróðursetja tré og runna á nokkrum stöðum í Úlfarsárdal. Kostnaður 3 milljónir. 

Bæta aðstöðu á leiksvæði við enda Ólafsgeisla.