Innkauparáð - Fundur nr. 1624

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8:30 f.h., var haldinn 1624 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Kristján Guðmundsson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Anna Sigríður Þorleifsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í einangrunargler í ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Íspan ehf, að upphæð kr. 8.380.100,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Guðmundur Pálmi Kristinsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 21. þ.m., varðandi heimild til að gera verðkönnun vegna kaupa á fartölvum. Samþykkt. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

3. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkur, dags. 21. þ.m., varðandi heimild til að gera verðkönnun vegna kaupa á fjórum netþjónum. Samþykkt. Eggert Ólafsson mætti á fundinn vegna málsins.

4. Lögð fram til kynningar ný tillaga að verklagsreglum varðandi verðfyrirspurnir, innkaup, o.fl. Frestað.

Fundi slitið kl. 10:00

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Kristinn Guðmundsson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson