Hverfisráð Breiðholts - Fundur nr. 135 duplicate

 

STJÓRN STRÆTÓ bs.

Ár 2010, miðvikudaginn 17. mars var haldinn 135. fundur stjórnar Strætó bs. í Þönglabakka 4 og hófst hann kl. 12:15.
Mætt voru Jórunn Frímannsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sigurrós Þorgrímsdóttir og
Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundinn sátu einnig Reynir Jónsson, Þorbergur Karlsson og Hafliði Jónsson frá VSÓ,
Helgi Bogason frá Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Einar Kristjánsson frá Strætó bs.
Fundarritari var Hörður Gíslason.

Þetta gerðist:

1. Fjallað um akstursútboð, sbr. 1. liður fundargerðar 134. fundar stjórnar.
Kynntar niðurstöður tilboða, “Útboð á akstri” EES verk nr. 12369 ásamt samanburði tilboða.
Lagt fram álit Dóru Sif Tynes hdl., dags. 12. mars sl. varðandi möguleg tengsl bjóðenda. Lagt fram minnisblað frá VSÓ ráðgjöf til stjórnar, dags. 17. mars 2010.
Stjórnin staðfestir val tilboða skv. minnisblaði VSÓ og felur framkvæmdastjóra í samráði við Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar að tilkynna bjóðendum þá ákvörðun.
Lagður fram tölvupóstur, dags. 16. mars frá fulltrúa Garðabæjar þar sem staðfest er að taka lægsta tilboði að uppfylltum öllum skilyrðum.

Fundi slitið kl. 12:55

Jórunn Frímannsdóttir
Margrét Jónsdóttir Sigrún Edda Jónsdóttir
Sigurrós Þorgrímsdóttir