Hverfisráð Miðborgar - Fundur nr. 135

Hverfisráð Miðborgar

Ár 2017, fimmtudaginn 23. febrúar var haldinn 135. fundur hverfisráðs Miðborgar. Fundurinn var haldinn að Laugavegi 77 og hófst kl. 11.37 Viðstödd voru: Svafar Helgason sem stýrði fundi, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sindri Snær Einarsson, Kári Sölmundarson og Gréta Björg Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn þau Benóný Ægisson áheyrnarfulltrúi frá Íbúasamtökum Miðborgar, Magdalena Kjartansdóttir og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem jafnframt ritaði fundargerðina.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á hreyfikorti og heilsueflingu.

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.42 tekur Áslaug María Friðriksdóttir sæti á fundi.

2. Fram fer umræða um að auglýsa eftir umsóknum í fjárstyrk á vegum hverfisráðs Miðborgar.
Samþykkt að auglýsa eftir umsóknum í lok mars með umsóknarfresti til 12. apríl 2017.

3. Fram fer kynning á hverfisgöngu.

4. Fram fer umræða um akstur hópbifreiða um miðborgina.

Fundi slitið kl. 12.27

Svafar Helgason

Elsa Hrafnhildur Yeoman Áslaug Friðriksdóttir
Sindri Snær Einarsson Kári Sölmundarson