Merki Breiðholts | Reykjavíkurborg

Merki Breiðholts

 

 

 


Sérstakt merki fyrir Breiðholtið var tekið í notkun í byrjun október 2013. Stofnunum, félögum, samtökum, einstaklingum og fyrirtækjum stendur til boða að nota merkið. Það er aðgengilegt í ýmsum útgáfum á valstikunni hér til hliðar. 

Merkinu er ætlað að efla hverfisvitund og samkennd í Breiðholti og vera samnefnari fyrir allt það frábæra starf sem fram fer í hverfinu.

Myndlistamaðurinn Björn Þór Björnsson, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, hannaði merkið. Merkið var handskrifað með bleki og pensli, síðan var það teiknað upp á nýtt í tölvu og að lokum hnikað ögn til af Sveinbirni Pálssyni týpógrafíumeistara. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 6 =