Öryggi

Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um öryggi.

Í aðgerðaáætlun í mannréttindamálum kemur fram að markmið borgarinnar er að tryggja öryggi borgarbúa. Því skal náð með því að vinna að verkefninu Nordic Safe Cities sem borgin er aðili að sem og að samkomulaginu um örugga skemmtistaði.

Saman gegn ofbeldi

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti vorið 2014 að fara í átak gegn heimilisofbeldi í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfið og Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.

 

Samstarfið á að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi.

Öruggir skemmtistaðir

Þann 8. apríl 2022 var undirritað nýtt samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði en verkefnið hófst árið 2016.

 

Aðilar að samkomulaginu eru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóri, Neyðarlínan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök reykvískra skemmtistaða.

Öruggar borgir á Norðurlöndunum

Öruggar borgir á Norðurlöndunum, Nordic Safe Cities, er bandalag borga sem vinna að því að auka öryggi í borgum á Norðurlöndunum.