Á hverju sviði borgarinnar er tilnefndur mannréttindafulltrúi. Mannréttindafulltrúi hefur það hlutverk að sjá til þess í samráði við stjórnendur að mannréttindastefnu borgarinnar og lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 frá 2008 sé framfylgt.

 

Hlutverk mannréttindafulltrúa:

 • Hafa vakandi auga með því að mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sé fylgt m.a. í þeirri þjónustu sem veitt er á sviðinu.
 • Hafa vakandi auga með því að lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 frá 2008 sé fylgt innan sviðsins. Gæta þarf þess m.a. að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni sbr. 1. og 16. grein laganna.
 • Vinna, í samráði við stjórnendur sviðsins, starfsáætlun í mannréttindamálum (mannréttindaáætlun/jafnréttisáætlun). Þar skal m.a. kveðið á um það hvernig tryggja skuli starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 19. til og með 22. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. (Lög nr. 10 frá 2008).
 • Kynna mannréttindastefnuna á sviðinu og vekja athygli á henni þegar þörf er á.
 • Koma hugmyndum/ábendingum er tengjast mannréttindastefnu á framfæri við stjórnendur, mannréttindastjóra eða mannréttindaráð.
 • Taka þátt í samráði mannréttindafulltrúa sem mannréttindastjóri leiðir og á m.a. að trygga flæði upplýsinga og samþættingu mannréttindamála á sviðunum.

 

Mannréttindafulltrúi bregst við því sem betur má fara með því að:

 • Koma ábendingum til stjórnanda sviðsins/stofnunarinnar.
 • Setja fram tillögur um það hvaða breytingar megi gera.
 • Fara eftir viðbragðsáætlun vegna eineltis, fordóma og áreitni.
 • Koma ábendingu til mannréttindastjóra.

Hvaða leið er valin fer eftir eðli málsins.

 

Upplýsingar/efni sem mannréttindafulltrúar geta haft til hliðsjónar:

 • Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar.
 • Starfsmannastefna Reykjavíkurborgar.
 • Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10 frá 2008.
 • Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33 frá 1944.
 • Samningur um réttindi fólks með fötlun. Undirritaður af Íslandi 30. mars 2007.


Fræðsla:

 • Fræðsla til mannréttindafulltrúa er skipulögð í samvinnu við þá og tekur mið af þörf hverju sinni.

 

Mannréttindafulltrúar sviðanna eru:

Umhverfis- og skipulagssvið:

Steinunn Rögnvaldsdóttir
Netfang: steinunn.rognvaldsdottir@reykjavik.is

Íþrótta- og tómstundasvið:

Gerður Sveinsdóttir

Netfang: gerdur.sveinsdottir@reykjavik.is

Menningar- og ferðamálasvið:

Baldur Örn Arnarson
Netfang: baldur.orn.arnarson@reykjavik.is

Skóla- og frístundasvið

Dagbjört Ásbjörnsdóttir

Netfang: dagbjort.asbjornsdottir@reykjavik.is

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir

Netfang: kolbrun.hrund.sigurgeirsdottir@reykjavik.is

Velferðarsvið:

Guðrún Edda Baldursdóttir
Netfang: gudrun.edda.baldursdottir@reykjavik.is

Mannauðsskrifstofa:

Guðjón Örn Helgason
Netfang: gudjon.orn.helgason@reykjavik.is

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 2 =