Lykiltölur húsnæðismála | Reykjavíkurborg

Lykiltölur húsnæðismála

Fjölda íbúða sem hafin er bygging á 2014-2022 (skyggða svæðið er áætlun)

Fjöldi íbúða sem hafin er bygging á í Reykjavík 2015 – 2022 (áætlun).

Leiguíbúðir og íbúðir húsnæðisfélaga í Reykjavík 2015 – 2022.

Uppbygging íbúða frá 1972 til 2016

Fjöldi nýrra íbúða eftir sveitarfélögum 2013-2016 (Heimild: Þjóðskrá Íslands).

Fjöldi íbúða sem bygging var hafin á árið 2017.
923
Íbúðir sem bygging er hafin á s.l. 12 mánuði
876
Íbúðir í samþykktu deiliskipulagi
3.807
Íbúðir í skipulagi í vinnslu
7.145

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2018 var hafin bygging á 820 íbúðum í Reykjavík; 802 í fjölbýlishúsum (þar af 140 stúdentaíbúðir), 7 í raðhúsum og 11 í einbýlishúsum. Árið 2017 var hafin bygging á 923 íbúðum í Reykjavík. Hér má sjá yfirlit yfir byggingu nýrra íbúða frá árinu 1972. Í yfirlitinu kemur fram að að meðaltali er hafin bygging á  623 íbúðum á ári frá 1972. Hér má sjá yfirlit yfir samþykkt byggingarmagn í Reykjavík frá 2005. Í yfirlitinu kemur fram að fjöldi nýrra íbúða í samþykktum byggingaráformum í Reykjavík er 891 fyrstu sex mánuði árs 2018 (867 í fjölbýlishúsum, 3 í raðhúsum, 10 í tvíbýlishúsum og 11 í einbýlishúsum) og 1.024 íbúðir fyrir allt árið 2017. 

 

Samantekt úr  ársskýrslu byggingarfulltrúa fyrir árið 2017

Á árinu 2017 voru samþykkt byggingaráform í Reykjavík fyrir um 247 þúsund fermetra og 1.133 þúsund rúmmetra fyrir allt húsnæði. Byggingaráform íbúðarhúsnæðis var yfir helming alls byggingarmagns (55%) eða fyrir um 137 þúsund fermetra og 446 þúsund rúmmetra. Til samanburðar var samþykkt byggingmagn árið 2016 fyrir um 188 þúsund fermetra og 720 þúsund rúmmetra fyrir allt húsnæði. Aukning á samþykktu byggingarmagni var yfir 30% á milli ára og byggingarmagn sambærilegt og það var að jafnaði yfir árin 2000 til 2008. Árið 2010 var einungis um 18 þúsund fermetrar og 68 þúsund rúmmetrar í samþykktum byggingaráformum.

Fjöldi nýrra íbúða í samþykktum byggingaráformum í Reykjavík árið 2017 var fyrir 1.024 nýjar íbúðir. Flestar íbúðir voru í fjölbýlishúsum eða 983, í raðhúsum 14, 10 í tvíbýlishúsum og 17 í einbýlishúsum. Til samanburðar voru 737 nýjar íbúðir samþykktar árið 2016, 969 árið 2015, 562 árið 2014, 441 árið 2013, 444 árið 2012, 114 árið 2011, 27 árið 2010, 125 árið 2009, 490 árið 2008, 427 árið 2007 og 573 íbúðir skráðar 2006. Um 40% aukning var á fjölda nýrra íbúða í samþykktum byggingaráformum á milli ára og töluverð á sl. árum.

Á árinu 2017 var hafin smíði á 923 nýjum íbúðum og er það sami fjöldi og á sl. ári þegar smíði hófst á 922 íbúðum. Að jafnaði frá árinu 1972 hefur verið hafin smíði á 623 íbúðum á ári. Flestar voru þær árið 1973 með 1133 íbúðir, 992 árið 1986 og 983 árið 2005. Fæstar voru þær yfir árin 2009 til 2011 þar sem hafin var smíði á 159 íbúðum árið 2009, einungis 10 íbúðum árið 2010 og 113 árið 2011. Fjöldi nýrra íbúða á sl. ári var sá fjórði mesti frá 1972 og árin 2016 og 2015 með fimmta og sjötta mesta fjölda yfir 45 ára tímabil. Töluverð aukning er því í byggingu nýrra íbúða á sl. árum.

Í Fasteignaskrá voru 482 nýjar íbúðir skráðar fullgerðar eða teknar í notkun á árinu 2017 og 292 íbúðir á skráðar á fokheldu byggingarstigi eða tilbúnar til innréttinga. Er það mesti fjöldi frá árinu 2007 þegar 573 fullgerðar íbúðir voru.

Nánar má lesa um lykiltölur í ársskýrslu byggingafulltrúa 2017.

Á vefsíðunni Íslenski Byggingavettvangurinn er leitast við að koma saman á einn stað öllum þeim upplýsingum sem birtar eru um tölfræði byggingageirans á vefmiðlum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 4 =