Miðborgin sumar og haust 2018 - umferðartakmarkanir og lokanir gatna | Reykjavíkurborg

Miðborgin sumar og haust 2018 - umferðartakmarkanir og lokanir gatna

Hér má sjá allar helstu framkvæmdir og viðburði sem hafa áhrif á umferðarflæði eða lokanir gatna í miðborginni sumarið 2018. 

  • Mynd eftir Ragnar Th.

Framkvæmdir

Inni á Framkvæmdasjá Reykjavíkurborgar er yfirlit yfir öll útgefin afnotaleyfi á borgarlandinu, merkt með blárri þekju eins og sést á meðfylgjandi korti. Með því að smella á bláa litinn opnast gluggi með helstu upplýsingum um valda framkvæmd ásamt tengiliðum. Rauða þekjan sýnir fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir en við látum vita af öllum lokunum á síðunni https://reykjavik.is/lokanir. Athugið að allar áætlanir um malbikunarframkvæmdir eru birtar með fyrirvara um veður. 

 

Viðburðir

Júlí

28.júlí 2018 - Druslugangan hefst líkt og áður við Hallgrímskirkju kl. 14:00 og fer þaðan sem leið liggur niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endar á Austurvelli.Nánari upplýsingar eru að finna á Facebook síðu hátíðarinnar. 

Ágúst

3 - 6. ágúst 2018 - Innipúkinn - ekki liggja fyrir upplýsingar um götulokanir vegna hátíðarinnar. 

7 - 12. ágúst 2018 - Reykjavík pride - Hátíðin stendur yfir 7. - 12. ágúst en sjálf gangan er laugardaginn 11. ágúst og verða götulokanir í samræmi við gönguleiðina. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Hinsegin daga. 

 

18. ágúst 2018 - Menningarnótt. Götulokanir Menningarnætur í ár verða með sama sniði og fyrri ár en nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu þeirra. Hér fyrir neðan er birt lokunarkort með fyrirvara um breytingar á milli ára. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 3 =