Lokanir vegna gatnaviðgerða 11. júlí 2018 | Reykjavíkurborg

Lokanir vegna gatnaviðgerða 11. júlí 2018

Fagverk verður við malbiksviðgerðir á Rauðarárstíg í kjölfar fræsingar. Þá verða götur fræstar við Bólstaðarhlíð, Laugaveg, Háaleitisbraut og Skipholt. 

  • Rauðarárstígur
  • Háaleitisbraut og Skipholt

Loka þarf fyrir umferð á meðan á malbiksframkvæmdum stendur við Rauðarárstíg.. Forgangsumferð kemst fram hjá. Vinna hefst um kl 9:00.

Miðvikudaginn 11. júlí mun Fagverk einnig vinna við að fræsa á eftirfarandi stöðum: 

Bólstaðarhlíð, botnlangi 38 - 50

Laugavegur, suðvestur-rampi að Kringlumýrarbraut. 

Háaleitisbraut suður (akrein til austurs), frá Skipholti að Kringlumýrarbraut

Skipholt, frá Skipholti nr. 50 að Háaleitisbraut
 

Byrjað verður um klukkan 9 og unnið fram eftir degi. 

Götukaflarnir verða lokaðir fyrir allri umferð á meðan framkvæmdum stendur. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 8 =