Laugavegur lokar milli Snorrabrautar og Barónsstígs | Reykjavíkurborg

Laugavegur lokar milli Snorrabrautar og Barónsstígs

Vegna stækkunar á lögnum fyrir nýbyggingar þurfum við að leggja lagnir þvert yfir Laugaveg til móts við hús númer 95. Vegna þessa er óhjákvæmilegt annað en að loka götunni á milli Snorrabrautar og Barónsstígs (sjá mynd) fyrir akandi umferð dagana 22.-25. október.

 

  • Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af framkvæmdasvæðinu:

Bílastæðahús í portinu á bak við Laugaveg 84-98 verður lokað þessa daga. Hjáleið um Hverfisgötu og Barónsstíg verður vel merkt. Opið verður fyrir gangandi umferð um Laugaveg.

Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og ýmsu öðru raski sem fylgir framkvæmdum sem þessum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 3 =