Laugavegur lokaður bílum við Barónsstíg þriðjudaginn 27. nóvember | Reykjavíkurborg

Laugavegur lokaður bílum við Barónsstíg þriðjudaginn 27. nóvember

Vegna flutnings á húsi verður Laugavegur lokaður fyrir bílaumferð milli Barónsstígs og Vitastígs þriðjudaginn 27. nóvember kl. 8 - 18. Húsið að Laugavegi 73 verður híft yfir á lóðina við Hverfisgötu 92. Ekki er gert ráð fyrir að setja þurfi húsið á flutningsvagn.

  • Laugavegur 73
  • Lokun á Laugavegi - merkingar vinnusvæðis

Laugavegur verður lokaður fyrir bílaumferð frá kl. 8.00 til 18.00, en gangandi vegfarendur komast eftir gangstétt.  

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =