Lækjargötu lokað tímabundið 1. des vegna fullveldishátíðar og akstur strætó | Reykjavíkurborg

Lækjargötu lokað tímabundið 1. des vegna fullveldishátíðar og akstur strætó

Lækjargata verður lokuð milli Skólabrúar og Geirsgötu á milli kl. 11 - 14:30 laugardaginn 1. desember. Á sama tíma verður Hverfisgötu og Bankastræti lokað á milli Lækjargötu og Ingólfsstrætis. Leyfishafi er forsætisráðuneytið sem stendur fyrir hátíðahöldum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. 

Vegna götulokana hefur þetta nokkur áhrif á leiðir Strætó sem aka um miðbæ Reykjavíkur. Áætlað er að miðbærinn sé lokaður frá kl.11:00 og til kl.14:30.
Leiðir 1 – 3 – 6 – 11 – 12 – 13 - 14 frá Hlemmi aka Snorrabraut, Sóleyjargötu og Skothúsveg.
Bráðabirgðabiðstöð verður staðsett á Skothúsvegi við brúna.
Leiðir 1 – 3 – 6 að Hlemmi aka Hringbraut og Snorrabraut.
Leiðir 11 – 12 – 13 – 14 að Hlemmi aka Hringbraut, Gömlu Hringbraut og Snorrabraut.
Óvirkar biðstöðvar
Allar biðstöðvar á Hverfisgötu
Lækjartorg
Menntaskólinn í Reykjavík/MR
Ráðhúsið
Fríkirkjuvegur
Hofsvallagata/Hávallagata og Hofsvallagata/Hringbraut að Öldugranda fyrir leið 13
Mýrargata í báðar áttir fyrir leið 14

  • Lækjargata.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 4 =