Fræsun og lokanir gatna 6. júlí | Reykjavíkurborg

Fræsun og lokanir gatna 6. júlí

Unnið verður að fræsun og malbikun gatna á Bitruhálsi, í Bleikjukvísl, við Seljaveg og Bjarmaland. 

  • Bleikjukvísl
  • Bitruháls

Fagverk mun vinna við fræsun á eftirfarandi stöðum:

Bitruháls, frá Bæjarhálsi að Draghálsi

Bleikjukvísl, frá Straum inn í enda

Byrjað verður um klukkan 9 og unnið fram eftir degi. 

Götukaflarnir verða lokaðir fyrir alla umferð á meðan framkvæmdum stendur, eins og sýnt er á meðfylgjandi lokunarplönum.

Malbikun verður í gangi á Seljavegi og Bjarmalandi. Byrjað verður í Seljavegi um kl 8:00 og Bjarmalandi um 9:00.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 6 =