Loftslagsmál - Reykjavíkuryfirlýsing | Reykjavíkurborg

Loftslagsmál - Reykjavíkuryfirlýsing

Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hafa efnt til samstarfs um að ná mælanlegum árangri í loftlagsmálum með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs.

 • Loftslagsmál
Sameiginlegt átak þjóða heims

Í byrjun desember næstkomandi mun 21. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fara fram í París (COP21). Þar verður Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsbreytinga (UNFCCC) samþykktur, með það að markmiði að sporna við hnattrænni hlýnun og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Þjóðir heims hafa sett sér markmið um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og hefur Ísland ásamt ríkjum Evrópusambandsins og fleirum lýst því yfir að dregið verði úr losun um 40%.

Fyrirtæki um allan heim hafa í vaxandi mæli tekið skýra afstöðu í umhverfismálum og er nærtækt að nefna áskorun fyrirtækja frá 130 löndum þar sem kallað er eftir metnaðarfullum markmiðum á fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu. Mikilvægt er að borgir og fyrirtæki taki frumkvæði.

Á Íslandi glímum við ekki við mengandi rafmagnsframleiðslu eða húshitun líkt og margar þjóðir, heldur er ein helsta áskorun okkar mengandi samgöngur og losun úrgangs.

Frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu

Verkefnið er hugsað sem hvatning til rekstraraðila um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á eigin forsendum og sýna þar með frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Þátttakendum mun einnig bjóðast fræðsla varðandi loftslagsmál, bæði hvernig nálgast á viðfangsefnið með praktískum hætti og reynslusögur annara fyrirtækja af því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri.

Reykjavíkurborg mun ekki láta sitt eftir liggja. Stefna Reykjavíkur í loftslagsmálum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% fyrir árið 2020.  Stefnan var fyrst sett fram árið 2009 og er nú hluti af Aðalskipulagi Reykjavíkur. Einnig er unnið að stefnumörkun borgarinnar í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna eigins reksturs borgarinnar.

Tímasetningar í verkefninu

Helstu tímasetningar í þessu sameiginlega verkefni eru:

 • Kynningarfundur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 19. október 2015 kl. 8.30 – 9.30
 • Skráning fyrirtækja til þátttöku í verkefninu til 10. nóvember 2015
 • Formleg undirritun yfirlýsingar um loftslagsmál í Höfða mánudaginn 16. nóvember 2015 kl. 15.00
 • Í desember 2015 verður yfirlýsing íslenskra fyrirtækja afhent í París
 • Vinnustofur og samráð fyrirtækja sem taka þátt verða frá miðjum nóvember 2015 til loka júní 2016
 • Upplýsingamiðlun um markmiðssetningu fyrirtækja og árangur frá miðjum nóvember

Yfirlýsing um loftlagsmál

Yfirlýsingin sem fyrirtæki í Reykjavík og Reykjavíkurborg munu skrifa undir í Höfða 16. nóvember 2015 hljóðar svo:


Við undirrituð ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. 

 


Þjóðir heims standa nú frammi fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Sameinuðu þjóðirnar gegna forystuhlutverki í að greina vandann, takast á við hann og aðlagast breyttum aðstæðum.

 


Borgir og bæir ásamt fyrirtækjum af öllum stærðum, verða sífellt mikilvægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og standast þau markmið sem sett hafa verið um losun þeirra.

 


Á Íslandi er ein helsta áskorunin mengandi samgöngur og losun úrgangs. Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

 1. draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
 2. minnka myndun úrgangs
 3. mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.

Fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt: 

Þátttaka í verkefninu er framar öllum væntingum, en alls tekur 101 fyrirtæki og stofnanir þátt í þessu samstarfsverkefni og í þeim hópi eru flest stærstu fyrirtæki landsins og stórar stofnanir eins og háskólarnir.  Áhrif þessa sameiginlega átaks geta því orðið umtalsverð.  
 
 • Alcoa Fjarðaál
 • Alta ráðgjafarfyrirtæki
 • Arion banki
 • ARK Technology
 • ÁTVR
 • Bergur - Huginn ehf.
 • Blái herinn
 • Bláa Lónið
 • CCP
 • Deloitte ehf.
 • EFLA verkfræðistofa
 • Egilsson ehf.
 • Eimskipafélag Íslands hf.
 • Elkem Ísland
 • Faxaflóahafnir sf.
 • Félagsbústaðir hf.
 • Frumherji hf.
 • Gámaþjónustan hf.
 • Græn Framtíð ehf.
 • Hannesarholt ses.
 • Happdrætti Háskóla Íslands
 • Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík
 • Háskóli Íslands
 • Háskólinn á Akureyri
 • Háskólinn í Reykjavík
 • HB Grandi
 • Heilbrigðisstofnun Austurlands
 • Hlaðbær-Colas hf.
 • HS Orka hf.
 • Húsasmiðjan ehf.
 • Höldur ehf. / Bílaleiga Akureyrar
 • Iceland Excursions Allrahanda ehf.
 • Icelandair Group
 • Innnes
 • Isavia ohf.
 • ISS Ísland ehf.
 • Ísfugl
 • Íslandsbanki
 • Íslandshótel hf.
 • Íslandsstofa
 • Íslenska Gámafélagið ehf.
 • Íslenskt Eldsneyti ehf.
 • Kosmos & Kaos
 • KPMG ehf.
 • Landbúnaðarháskóli Íslands
 • Landsbankinn hf.
 • Landsnet
 • Landspítalinn
 • Landsvirkjun
 • Lín Design / Framsýnt fólk
 • Lyfja hf.
 • Malbikunarstöðin Höfði hf.
 • Marel hf.
 • Marorka
 • Matís
 • Miklatorg hf. / IKEA
 • Míla ehf.
 • N1 hf.
 • Nasdaq Iceland
 • Neyðarlínan ohf.
 • Norðurál
 • Norðurorka hf.
 • Novomatic Lottery Solutions
 • Nýherji
 • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
 • Oddi prentun og umbúðir ehf.
 • OKKAR líftrygginar hf.
 • Olíudreifing ehf.
 • Olíuverzlun Íslands hf.
 • ON / Orka Náttúrunnar
 • Orkuveita Reykjavíkur
 • Pipar / TBWA
 • Pizza Pizza ehf. / Domino's
 • Podium ehf.
 • PriceWaterhouseCoopers
 • Reitir fasteignafélag hf.
 • Reykjagarður hf.
 • Reykjavík Excursions - Kynnisferðir
 • Reykjavíkurborg
 • Roadmap ehf.
 • Sagafilm
 • Samgöngustofa
 • Samhentir Kassagerð hf.
 • Samkaup
 • Samskip hf.
 • Securitas hf.
 • SÍBS
 • Síminn hf.
 • Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
 • Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.
 • SORPA bs.
 • Strætó bs.
 • Tandur hf.
 • Tryggingamiðstöðin hf.
 • Valitor hf.
 • Vátryggingafélag Íslands
 • Verkís hf.
 • Vífilfell
 • Vodafone / Fjarskipti hf.
 • Vörður tryggingar hf.
 • Wow air
 • Ölgerðin Egill Skallagrímsson
 • Össur hf.
 • 1912 ehf.
 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 2 =