Lesið í skóginn

Lesið í skóginn er fræðsluverkefni sem Skógrækt Ríkisins stjórnar í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Náttúruskóla Reykjavíkur, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Skógræktarfélagi Reykjavíkur og ýmsum leik- og grunnskólum.

Verkefnið skiptist í tvo hluta: Annars vegar er um að ræða námskeiðin Lesið í skóginn - tálgað í tré sem eru almenn námskeið um samþætt verkefni í ferskum skógarnytjum, skógarhirðu og tálgutækni. Hins vegar Lesið í skóginn með skólum sem miða að því að þróa verkefni í samþættu útinámi sem tengjast öllum námsgreinum í skólastarfi.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 12 =