Kynningarefni Heilsueflandi Breiðholts | Reykjavíkurborg

Kynningarefni Heilsueflandi Breiðholts

Merki Heilsueflandi Breiðholts

Mikil áhersla er lögð á að Heilsueflandi Breiðholt sé sýnilegt í hverfinu og allir íbúar og þátttakendur þekki vel til verkefnisins. Í þeim tilgangi að fá hressilegt auðkenni á verkefnið var leitað til listamannsins Bobby Breiðholt sem m.a. hannaði merki Breiðholts. Hér geturðu nálgast tvær ólíkar útgáfur af merkinu (HB merki - grænn bakgrunnur og HB merki - hvítur bakgrunnur) og tvö veggspjöld til útprentunar (Við tökum þátt og Heilsueflandi Breiðholt). Gjörið svo vel og notið að vild!

Bæklingar um frístundastarf

Bæklinga á þremur tungumálum (íslensku, ensku og pólsku) um það frístundastarf í Breiðholti sem hefur aðild að frístundakorti Reykjavíkurborgar má nálgast hér til hliðar. Bæklingurinn gildir fyrir árið 2016.
 

Pistlar um Heilsueflandi Breiðholt

Hér til hliðar og fyrir neðan er hægt að nálgast stutta pistla um framvindu mála í Heilsueflandi Breiðholti. Pistlarnir birtast m.a. reglulega í Breiðholtsblaðinu sem er dreift í öll hús í hverfinu og víðar.

Heilsueflandi Breiðholt í leikskólum (mars 2016)
Heilsueflandi Breiðholt í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (febrúar 2016)
Almennt um verkefnið (janúar 2016)
 

Myndbönd tengd verkefninu

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 4 =