Kynfræðsla - yngsta stig

""

Hér má finna námsefni og kveikjur í kynfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla og frístundamiðstöðva. 

Vefsíður

Líkamsvirðing fyrir börn er vefur um líkamsvirðingu sem hentar yngsta- og miðstigi

Kynþroski stúlkna er heimasíða sem hjúkrunarfræðingar halda úti og inniheldur ýmislegt sem tengist kynheilbrigði

 

Fræðsla

Að tala við börn um klám - í þessum leiðbeiningum má finna ráðleggingar til starfsmanna í skóla- og frístundastarfi og foreldra um hvernig hægt er að ræða um klám við börn á yngsta stigi.

Kroppurinn er kraftaverk

Þessi bók kennir börnum um líkamsvirðingu, að þykja vænt um líkama sinn, hugsa vel um hann og bera virðingu fyrir líkömum annarra.

Kraftaverkið ég – Kynfræðsla fyrir yngsta stig

Þetta flotta kennsluefni í kynfræðslu er var búið til af Rut Ingvarsdóttur sem hluti af meistaraverkefni hennar í menntunarfræðum við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Efnið skiptist í þrjá hluta, fræðilega greinargerð, kennsluleiðbeiningar og námsbók í kynfræðslu fyrir 5-8 ára nemendur og má finna allt þetta efni hér fyrir neðan.

Myndbönd

Teiknimyndir með hinsegin ívafi - þrjár stuttar teiknimyndir með hinsegin söguhetjum. Myndirnar geta verið kveikjur að umræðum um hinsegin málefni, tilfinningar og ást. Í ævintýrinu um Rósalín er einnig uppbrot á staðalmyndum þar sem prinsessan er sterk og sjálfstæð og þarfnast ekki utanaðkomandi aðstoðar.

Segðu frá! - er stuttmynd sem fjallar um hversu mikilvægt það er að segja frá kynferðisofbeldi.
Myndin er til á fjölda tungumála. Útgefandi er Evrópuráðið

Leyndarmálið – Segjum nei, segjum frá! - er forvarnarfræðsla um kynferðislega misnotkun og réttindi barna. Hér er um að ræða teiknimynd sem upplýsir börn um kynferðislegt ofbeldi og hvernig hægt er að bregðast við slíkri ógn. Stuðningsefni fyrir kennara fylgir þessu kennsluefni. Útgefandi er samtökin Réttindi barna

Kynhyrningurinn og kynjakakan

Hér eru myndir með útskýringum á hugtökunum kynhneigð, kyntjáning, kynvitund og kyneinkenni. Myndirnar henta vel sem verkfæri til að kenna börnum um muninn á kynvitund, kyntjáningu og hverjum fólk laðast að.

Strákur og hundur í mislitum sokkum

Gott að hafa í huga

Mælt er með því að bjóða upp á fjölbreyttar kennsluaðferðir. Athugið að sum atriði eiga frekar við eldri bekki grunnskóla. 

 • Hópavinna/kynningar
 • Nota post it miða til dæmis í hugmyndavinnu.
 • Glærukynningar
 • Slido.com eða menti.com - hægt er að setja inn nafnlausar spurningar, orðaský og fleira.
 • Nýta tímarit, kvikmyndir, þætti og
  samfélagsmiðla - ræða til dæmis um pressuna í fjölmiðlum um að allir séu alltaf sexý, alltaf til í allt og allt sé svo frábært, óraunhæft og jafnvel skaðlegt.
 • Myndbönd / sýna myndbönd / leyfa nemendum að
  útbúa myndbönd
 • Teikningar - láta nemendur teikna, sauma út, smíða eða
  leira kynfæri. Leggja áherslu á að útlit kynfæra er mjög fjölbreytt.
 • Leyfa nemendum að útbúa efni á vef - til dæmis spurningar og svör eða skrifa stuttar greinar, blogg eða annað. 
 • Hafa hugmyndakassa / spurningakassa
 • Fara í leiki
 • „kaffihúsaspjall“ – tabútímar. Hér er hægt að hafa nafnlausar spurningar.
 • Vinna með klípusögur
 • Kynna vel úrræði svo sem 112, kvensjúkdómalækna, Húð- og kynsjúkdómadeild, heilsugæslu, Hjálparsíma Rauða krossins, neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í Fossvogi, Stígamót (er fyrir 18 ára og eldri en yngra fólk getur nýtt sér netaðstoð þeirra), Barnavernd og fleira.