Jólaþorpið í Hafnarfirði | Reykjavíkurborg

Jólaþorpið í Hafnarfirði

  • Jólaþorpið

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað föstudagskvöldið 1. desember 2017 kl. 18 þegar ljósin á jólatrénu á Thorsplani verða tendruð og er svo opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og til kl. 22 á Þorláksmessu.

Jólaþorpið er opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin.

Litlu fagurlega skreytt jólahúsin eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum og vörum til að taka með heim á veisluborðið.

Eftir 14 ár hefur Jólaþorpið náð að heilla landsmenn alla og í auknu mæli ferðamennina sem kjósa að sækja landið heim. Hafnfirðingar sjálfir nýta tækifærið og bjóða í heimboð á aðventunni með viðkomu í jólaþorpinu. Þannig hópast heilu stórfjölskyldurnar og vinahóparnir í miðbæ Hafnarfjarðar og njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir í nágrenninu eða söfn bæjarins, gagngert til að hafa það huggulegt á aðventunni.

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Jólaþorpinu og notið aðventunnar í sannkölluðu jólaskapi.

Nánar á http://jolathorpid.is/

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 0 =