Jólamarkaður- og skógur Skógræktarfélags Reykjavíkur | Reykjavíkurborg

Jólamarkaður- og skógur Skógræktarfélags Reykjavíkur

  • ""

Jólamarkaðurinn við Elliðarársbæ í Heiðmörk er haldin ár hvert af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Undanfarin ár hefur verið mikil og ljúf jólastemming hjá okkur á aðventunni, og það er ánægjulegt að sjá að heimsókn á jólamarkaðinn hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá mörgum fjölskyldum. 

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður opinn helgarnar frá 25.11 -17.12 frá klukkan 12:00 til 17:00. Hugsjón Jólamarkaðsins er að stuðla að fjölskylduupplifun í vetrarparadís þar sem fólk kemur og nýtur sín í skóginum og getur fundið fallegar og nátturulegar vörur fyrir hátíðarnar.

Viðamikil menningardagskrá er allar helgar, bæði fyrir börn og fullorðna. Rithöfundar koma og lesa upp úr nýútgefnum bókum klukkan 13:00 og tónlistarmenn frá ýmsum áttum spila ljúfa tóna á kaffistofunni klukkan 15:00. Upplestur barnabóka hest klukkan 14:00 við varðeld í útikennslustofu Skógræktarfélagsins sem nefnist Rjóðrið. Jólasveinar heilsa upp á börnin, fara í leiki og syngja. Harmonikkuleikarar og kórar troða upp á markaðsplani svo fátt eitt sé nefnt.

Jólaskógurinn á Hólmsheiði þar sem hægt verður að finna og höggva sjálfur sitt jólatré verður opin 9-10. desember og 16-17 desember frá 11:00-16:00.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 2 =