Jóladalurinn - jól í Laugardal | Reykjavíkurborg

Jóladalurinn - jól í Laugardal

Aðventan í Laugardalnum býður upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Í fallegu umhverfi getur fjölskyldan átt saman skemmtilegan dag, kíkt á dýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, skautað í kringum jólatré í Skautahöllinni, heimsótt Ásmundarsafn og höggmyndagarð Ásmundar Sveinssonar, gengið um Grasagarðinn og stungið sér svo í Laugardalslaugina. Sjálfur jólakötturinn hefur svo komið sér vel fyrir í Húsdýragarðinum þar sem hann býr yfir jólin. Óargadýrið bregður sér oft af bæ, fer í göngutúr um Laugardalinn og kemur þá víða við og veldur usla. Og ef vel er að gáð má sjá spor eftir jólaköttinn og glittir kannski í glyrnur í glugga?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 1 =