Til baka á starfasíðu

Leikskólakennari

Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Stakkaborg. 

Fullt starf Leikskólinn Stakkaborg 105
Sækja um

Okkur í leikskólanum Stakkaborg vantar leikskólakennara til starfa. 

Leikskólinn er 5 deilda leikskóli með 100 börn og við leggjum áherslu á flæði, tónlist, hreyfingu og vináttu. Einkunnarorð leikskólans eru gleði – hreyfing – vinátta. Við erum með flottan starfsmannahóp. Hluti af starfsstaðnum hefur verið endurnýjaður og starfsaðstæður bættar. 

Vilt þú vinna á skemmtilegum og notalegum vinnustað þar sem enginn vinnudagur er eins? Viltu vinna með starfsfólki sem leggur alúð og metnað í vinnuna sína? Þá erum við í Stakkaborg rétti staðurinn fyrir þig. Við erum öflugur hópur sem vinnur með bestu börn borgarinnar og erum alltaf að takast á við eitthvað nýtt og skemmtilegt. Hver dagur er ævintýri og við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Leikskólinn er staðsettur við Bólstaðahlíð og hefur fallegan garð og nú með stækkandi skóla kemur útikennslusvæði þar sem við verðum með smíðavinnu, eldstæði og fallegt trjáumhverfi sem gefur ýmis tækifæri til leiks og lærdóms.

Stakkaborg verður þá 5 deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á leikinn. Markvisst er unnið með hreyfingu og flæði. Tónlist hefur verið mikil viðbót við veturinn og erum við með verkefnastjóra í tónlist og verkefnastjóra í læsi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara en starfið fellst í að vera hópstjóri á einni af deildum leikskólans.

Hæfniskröfur 

Leikskólakennaramenntun, leyfisbréf kennara

Mjög góð íslenskukunnátta á stigi B2

https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf

Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg

Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Fríðindi

Afsláttur af leikskólagjöldum í Reykjavík

Samgöngustyrkur

Ókeypis í sumarlaugar Reykjavíkurborgar með S-kortinu

Árlegur heilsustyrkur þegar þú hefur starfað í 6 mánuði

Ókeypis bókasafnskort og frítt á söfn með Menningarkortinu

36 stunda vinnuvika

Fríar máltíðir

Sækja um