Sérkennsla
Leikskólinn Furuskógur óskar eftir starfsfólki í sérkennslu
Viltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi?
Við í leikskólanum Furuskógi leitum að metnaðarfullum og umhyggjusömum einstaklingi til að ganga til liðs við sérkennsluteymið okkar. Starfið felst í að veita einstaklingsmiðaðan stuðning við börn sem þurfa sérstaka aðstoð í leik og námi.
Leikskólinn er starfræktur í tveimur húsum í Fossvoginum og liggur vel við samgöngum.
Einkunnarorð skólans eru Gleði, Vinsemd og Virðing, og er áhersla lögð á lýðræði, sköpun, útinám og lífsleikni í starfi með börnunum. Skólinn hlaut Regnbogavottun í apríl 2022.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Óskað er eftir einstaklingi með menntun/reynslu sem nýtist í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni og ábyrgð eru að sinna umönnun, kennslu og þjálfun barna í takt við þarfir þeirra, setja upp einstaklingsáætlanir og endurmeta þær, og vera í samstarfi við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa eftir atvikum.
Starfið er unnið í samvinnu við sérkennslustjóra og deildarstjóra viðkomandi deildar.
Hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla af sérkennslu æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Góð tölvukunnátta
- Frumkvæði og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Forgangur í leikskóla fyrir börn starfsfólks og afsláttur af leikskólagjöldum
- Stytting vinnuvikunnar - 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
- Frítt fæði á vinnutíma, grænmetis- og veganfæði í boði
- Samgöngustyrkur
- Menningarkort sem veitir aðgang að söfnum borgarinnar og ókeypis bókasafnskort
- Heilsuræktarstyrkur og frítt í sundlaugar Reykjavíkur
Nánari upplýsingar
Veitir Ingibjörg Brynjarsdóttir leikskólastjóri í síma 618 8933 eða tölvupósti furuskogur@reykjavik.is
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag.
Leikskólinn Furuskógur
við Áland
við Efstaland 28
108 Reykjavík