List- og verkgreinakennari - Háteigsskóli
List- og verkgreinakennari skólaárið 2025 - 2026.
Háteigsskóli óskar eftir að ráða list- og verkgreinakennara fyrir skólaárið 2025 - 2026. Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli með um 510 nemendur, staðsettur á horni Háteigsvegar og Bólstaðarhlíðar. Í Háteigsskóla er metnaðarfullt skólastarf sem einkennist af framþróun í þágu náms fyrir alla með virðingu fyrir fjölbreytileika, mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum sérhvers nemanda í fyrirrúmi. Samskiptafærni og líðan allra í skólasamfélaginu eru í öndvegi ásamt því að efla seiglu og trú á eigin getu. Skólastarfið byggir á teymiskennslu þar sem sameiginleg ábyrgð kennara er á sérhverjum nemendahópi. Háteigsskóli leggur ennfremur áherslu á góðan starfsanda og hefur skólinn verið valinn fyrirmyndarstofnun tvö ár í röð. Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna og vellíðan.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Hæfniskröfur
- Kennaramenntun áskilin.
- Áhugi á að starfa með börnum.
- Sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í samskiptum.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði.
- Góð íslenskukunnátta.
- Teymishugsun
Hlunnindi í starfi
- Menningarkort og bókasafnskort.
- Samgöngustyrkur.
- Sundkort.
- Heilsuræktarstyrktur.
Frekari upplýsingar um starfið.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitafélaga og KÍ.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Helga Sigfúsdóttir, skólastjóri í tölvupósti gudrun.helga.n.sigfusdottir@reykjavik.is eða í síma 411-6870.