Ingunnarskóli - Deildarstjóri stoðþjónustu og yngsta stigs
Ingunnarskóli óskar eftir að ráða deildarstjóra stoðþjónustu og yngsta stigs í 100% stöðu til afleysinga skólaárið 2025-2026. Um er að ræða 100% stjórnunarstöðu.
Ingunnarskóli er staðsettur við Maríubaug í Grafarholti. Þar eru rúmlega 300 nemendur og 60 starfsmenn við störf. Skólabyggingin er með á stór rými þar sem kennarar vinna í teymum með nemendahópa, áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti/leiðsagnarnám og þemavinnu.
Vinsamlegast hafið samband við Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur skólastjóra,
gudlaug.erla.gunnarsdottir@reykjavik.is eða Regínu Ómarsdóttur aðstoðarskólastjóra regina.omarsdottirr@reykjavik.is fyrir nánari upplýsingar.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Verkefni og ábyrgð
- Hefur yfirumsjón með stoðþjónustu skólans 1. – 10 .bekk
- Skipuleggja sérkennslu og stuðning í samræmi við þarfir nemenda á hverju svæði í samvinnu við kennara og forráðamenn.
- Skipuleggja stuðningsteymi nemenda og fylgja þeim eftir yfir skólaárið
- Tengiliður farsælar í samstarfi við námsráðgjafa.
- Ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
- Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
- Þátttaka í lausnarteymi skólans og yfirumsjón með nemendaverndarráðsfundum.
- Hefur umsjón með faglegu starfi í 1.-4. bekk s.s. skólanámskrárvinnu, þróunarstarfi, ásamt aga- og samskiptamálum á stiginu ásamt því að stýra stigsfundum á svæðinu.
Hæfniskröfur
- Kennaramenntun og/eða framhaldsmenntun æskileg.
- Reynsla af kennslu og stjórnun.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
- Góð íslensku kunnátta.