Píanókennari við Tónlistarskólann á Klébergi
Við óskum eftir tónlistarkennara við tónlistarskólann á Klébergi til að kenna á píanó og söng og mögulega fleiri hljóðfæri.
Tónlistarskólinn á Klébergi er hluti af Klébersskóla en þar sameinast undir eina stjórn leikskóli, grunnskóli, frístundaheimili, félagsmiðstöð og tónlistarskóli. Í Klébergsskóla eru nú um 120 nemendur í 1. til 10. bekk og þar af eru um 40 börn í tónlistarskólanum.
https://reykjavik.is/klebergsskoli
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast tónlistarkennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
- Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í þróunarstarfi.
Hæfsniskröfur
- Tónlistarkennaramenntun eða tónlistarmenntun sem nýtist í kennslu.
- Áhugi á að starfa með börnum og unglingum.
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
- Faglegur metnaður.
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi og í mikilli samvinnu við kennara.
- Góð íslenskukunnátta nauðsynleg.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags (FT eða FÍH).
Umsóknarfrestur til 10. apríl 2025.
Ráðningarform - tímabundin ráðning.
Sveigjanlegt starfshlutfall.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Sigrún Anna Ólafsdóttir skólastjóri í síma 6648271
sigrun.anna.olafsdottir@reykjavik.is