Til baka á starfasíðu

Skólaritari Víkurskóla

Víkurskóli óskar eftir að ráða ritara í 80% ótímabundið starf á skrifstofu skólans. Starfið er fjölbreytt og krefst vandvirkni. Við leitum að lausnamiðuðum, sveigjanlegum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur ánægju af starfi með unglingum í jákvæðu umhverfi.

Hlutastarf Víkurskóli 112
Sækja um

Víkurskóli óskar eftir að ráða ritara í 75% ótímabundið starf á skrifstofu skólans. Starfið er fjölbreytt og krefst vandvirkni. Við leitum að lausnamiðuðum, sveigjanlegum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur ánægju af starfi með unglingum í jákvæðu umhverfi.

Víkurskóli er staðsettur í norðanverðum Grafarvogi og er unglingaskóli fyrir 8.-10. bekk.

Skólinn er nýsköpunarskóli þar sem lögð er áhersla á að þróa nýjar lausnir í námi og kennslu, öfluga teymisvinnu og virka og lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Í Víkurskóla er meginstefið nýsköpunarhugsun, lausnaleit, tækni- og teymisvinna sem og leiðsagnarnám og uppeldi til ábyrgðar.

Víkurskóli er með regnbogavottun frá Reykjavíkurborg og er þátttakandi í grænum skrefum borgarinnar.

Leitað er að skapandi einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með unglingum, starfa í teymum, taka þátt í hönnun og mótun skóla með skapandi hugsun að leiðarljósi.

Gildi Víkurskóla eru Frumkvæði – Fjölbreytileiki - Fagmennska

Hægt er að kynna sér starf skólans á Facebooksíðu skólans Víkurskóli - nýsköpunarskóli

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Hæfniskröfur

  • Þjónustulund, lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
  • Góð almenn tölvufærni.
  • Reynsla af skrifstofustörfum
  • Þekking á skjalavörslu
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Símsvörun og afgreiðsla.
  • Móttaka gagna og tölvupósts
  • Almenn skjalavarsla.
  • Aðstoð og upplýsingagjöf til nemenda, starfsmanna og forráðamanna.
  • Eftirlit með reikningum og samþykkt reikninga
  • Umsjón með nemenda og starfsmannaskráningu.
  • Almenn tölvuvinna og skráningar.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hlunnindi í starfi

  • Menningarkort-bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur

Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis

Nánari upplýsingar veitir Þuríður Óttarsdóttir skólastjóri Víkurskóla thuridur@reykjavik.is eða í síma: 4117800

Sækja um