Til baka á starfasíðu

Umsjónarkennari í Vesturbæjarskóla

Umsjónarkennari óskast í Vesturbæjarskóla skólaárið 2025-2026. Um er að ræða 100% starf frá 1. ágúst 2025.

Fullt starf Vesturbæjarskóli 101
Sækja um

Vesturbæjarskóli auglýsir stöðu umsjónarkennara

Vesturbæjarskóli er skóli fyrir börn í 1.-7. bekk. Í skólanum eru 300 nemendur og starfsmenn eru um 50. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti sem kennarar hafa sameinast um, verk- og listgreinakennslu, valtíma og útikennslu og markvisst er unnið að skólaþróun. Teymiskennsla er viðhöfð í skólanum. Kennarar vinna í teymum og deila ábyrgð á námi og velferð nemenda. Skólabragurinn einkennist af jákvæðum anda, samstarfi og virðingu.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu námsumhverfi.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar 
  • Góð tölvukunnátta

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Áhersla á góða samvinnu og teymiskennslu í árgöngum.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans.

Staðan er laus frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða 100% tímabundið starf til 31. júlí 2026.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Nánari upplýsingar gefur Margrét Einarsdóttir skólastjóri, margret.e@reykjavik.is 

Sækja um