Til baka á starfasíðu

Stuðningsfulltrúi með sérhæfingu

Borgaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa með sérhæfingu. 

Í Borgaskóla er lögð áhersla á leiðsagnarnám og teymisvinnu starfsfólks ásamt umhverfismennt og nýsköpun. 

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og góðri fagþekkingu á skólastarfi og er tilbúinn til þess að taka þátt í skólaþróun.

Hlutastarf Borgaskóli 112
Sækja um

Borgaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa með sérhæfingu. Staðan er laus frá 1. ágúst 2025.

Borgaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. -7. bekk. Í skólanum eru u.þ.b. 220 nemendur.

Hlutverk Borgaskóla er að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að þeir verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar.

Áhersla er á leiðsagnarnám og teymisvinnu starfsfólks ásamt umhverfismennt og nýsköpun.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og góðri fagþekkingu á skólastarfi og er tilbúinn til þess að taka þátt í skólaþróun.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vera kennara til aðstoðar við að sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð.
  • Að veita nemendum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
  • Að taka þátt í teymisvinnu kennara v. nemenda með sérþarfir.
  • Að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í skólaþróunarvinnu.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af því að vinna með börnum á grunnskólaaldri.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun í uppeldisfræði og /eða aðra sambærilega menntun.
  • Frumkvæði í starfi og áhugi á skólaþróun.
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Íslenskukunnátta á stigi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum Self-assessment Grids (CEFR) - European Language Portfolio (ELP) (coe.int)

Starfshlutfall er 75% eða eftir samkomulagi. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ester Helga Líneyjardóttir skólastjóri í síma 4117760/netfang ester.helga.lineyjardottir@reykjavik.is

Sækja um