Til baka á starfasíðu

KVISTABORG STÆKKAR – VIÐ LEITUM AÐ GÓÐU FÓLKI TIL AÐ GANGA TIL LIÐS VIÐ OKKUR!

Er kominn tími til að hreyfa sig? Ertu að leita að skemmtilegri, skapandi og gefandi vinnu? Við leitum að leikskólakennara eða starfsmanni með aðra háskólamenntun og/eða reynslu af starfi með börnum í leikskóla, til að starfa við leikskólann Kvistaborg, Haðalandi 26, 108 Reykjavík.

Fullt starf Leikskólinn Kvistaborg 108
Sækja um

Við erum í Fossvogsdalnum með aðgengi að fallegustu náttúrperlum Reykjavíkur með góðar göngu- og hjólaleiðir allt um kring.

Við í Kvistaborg erum að stækka og fjölgum hjá okkur börnum! Þess vegna leitum við að fleiri leikskólakennurum og reynslumiklu starfsfólki sem er tilbúið í spennandi og fjölbreytt verkefni. Ef þú spilar á hljóðfæri er það stór plús – tónlist skipar stóran sess í okkar leikskólastarfi ásamt fjölbreytt hreyfing og útinám!

Kvistaborg er fjögurra deilda leikskóli, staðsettur neðst í Fossvogsdalnum. Við vinnum eftir gildunum okkar: hugrekki, hlýja, hlustun og hvatning, og leggjum mikla áherslu á útinám, hreyfingu og tónlist. Við erum heilsueflandi leikskóli með eigið eldhús þar sem maturinn er unninn frá grunni.

Við leggjum einnig mikla áherslu á endurmenntun starfsfólks og tökum virkan þátt í öflugu evrópusamstarfi sem skapar spennandi tækifæri til lærdóms og þróunar.

Hæfniskröfur 

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara eða aðra háskólamenntun (æskilegt)
  • Mjög góða íslenskukunnáttu (B2 skv. samevrópska tungumálarammanum)
  • Reynslu af starfi með börnum
  • Lipurð og sveigjanleika í samskiptum
  • Frumkvæði og metnað í starfi
  • Sjálfstæði 

Helstu verkefni og ábyrgð:

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna með faglegum og skapandi hætti.  

Skipulagning og framkvæmd fjölbreytts náms og leikja í samstarfi við frábært starfsfólk. Virkt foreldrasamstarf og þátttaka í faglegri þróun leikskólans.

Af hverju að velja Kvistaborg? (fríðindi í starfi)

  • 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
  • Sund- og menningarkort
  • Heilsuræktar- og samgöngustyrkur
  • Heimagerður hádegismatur úr eigin eldhúsi
  • Frábært teymi og jákvæður starfsandi
  • Tækifæri til endurmenntunar og þátttöku í evrópusamstarfi

Við viljum fá þig í okkar lið! Ef þú vilt vinna í lifandi, skapandi og hlýlegu umhverfi og vinna náið með áhugasömu fólki um börn, þar sem börnin og gleðin er í forgrunni og alltaf stutt í hláturinn, þá er Kvistaborg staðurinn fyrir þig!

  • 100% starfshlutfall og starfið er laust strax og eða eftir samkomulagi.  
  • Vinnutími á bilinu 08:30-16:30

Hafðu samband! Guðrún Gunnarsdóttir – gudrun.gunnarsdottir@reykjavik.is – 863-154

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Sækja um