Sérkennsla
Starfsmaður óskast til starfa við sérkennslu í leikskóladeild Ártúnsskóla.
Starfsmaður óskast í sérkennslu
Starfsmaður óskast til starfa við sérkennslu í leikskóladeild Ártúnsskóla. Leikskólinn er 3 deilda leikskóli við Árkvörn 4, 110 Reykjavík. Í leikskólanum dvelja 61 barn við leik og störf.
Ártúnsskóli er samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín í leik og starfi. Hlutverk Ártúnsskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska nemenda og leggja grunn að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi.
Einkunnarorð skólans eru Árangur-Virðing-Vellíðan
Vinnuvikan er 36 klst í leikskóladeildinni.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
- Eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
- Vinna að gerð einstaklingsnámskráa og fylgja þeim eftir.
- Sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.
Hæfniskröfur
- Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun.
- Reynsla af sérkennslu og stuðningi æskileg.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
- Tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
50 - 100% starfshlutfall.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hanna Sóley Helgadóttir aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar hanna.soley.helgadottir@reykjavik.is og Ellen Gísladóttir skólastjóri ellen.gisladottir@reykjavik.is