Til baka á starfasíðu

Kennarar

Kennarar óskast til starfa í leikskólanum Jörfi frá 1. mars 2025

Fullt starf Leikskólinn Jörfi 108
Sækja um

Vorin 2025 stækkum við Jörfa og við erum að opna glær nýjar tvær ungbarnadeildir. Leikskólinn Jörfi verður þá 7 deilda leikskóli. Leikskólanum er skipt upp í eldri deildir á aldrinum 3-5 ára - Jörfi við Hæðargarð 27a og ungbarnadeildir á aldrinum 1- 3 ára - Litla Jörfi við Bústaðaveg 81.

Við leitum að kennurum og er mikilvægt að þeir sé með opið hugarfar og hafi áhuga eða reynslu að því að vinna eftir hugmyndafræði Reggio Emilia og Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna..

Aðbúnaður og staðsetning leikskólans er góð með ýmsum möguleikum til útivistar. Í göngufæri eru, Grundagerðisgarður, Úlfaskógur, Hákonarlundur, Elliðaárdalur, Fossvogsdalur og Laugardalur ásamt mörgum öðrum grænum svæðum og görðum.

Leikskólinn Jörfi er í innleiðingarferli á nýrri skólastefnu í anda Reggio Emilia. Ein af megináherslunum Reggio Emilia hugmyndafræði er á að virða sjónarhorn barna, hvetja þau til sköpunar og efla rannsóknargleði í gegnum leik og samskipti.

Einkunnarorð skólans eru: Gleði - Sköpun - Virðing.

Skólinn er í samstarfi við Íþróttafélagið Víking, Tónskóla Sigursveins, Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Við hvetjum alla áhugasama að kíkja á heimasíðuna og Instagram síðu Jörfa.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs í samstarfi við deildarstjóra
  • Sinna daglegum verkefnum deildarinnar í samstarfi við aðra starfsmenn og deildarstjóra
  • Hafa samskipti og samvinnu við foreldra í samstarfi við deildarstjóra
  • Sinna öðrum verkefnum sem deildarstjóri og leikskólastjóri felur starfsmanni

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta B2 skv. samevrópska tungumálarammanum

Fríðindi í starfi

  • Menningarkort
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
  • 36 stunda vinnuvika fyrir 100% starf
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngusamningur þegar við á

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Starfshlutfall er 100%

Nánari upplýsingar veita Vessela Dukova og Ágústa Hjaltadóttir.

jorfi@reykjavik.is

Sækja um