Deildarstjóri
Deildarstjóri óskast á deild elstu barnanna í leikskólann Jöklaborg sem er sex deilda leikskóli. Þar er að byggjast upp starf í anda Reggio Emilia í sterkri og skemmtilegri liðsheild.
Við leggjum áherslu á að gleði sé ríkjandi í öllu starfi leikskólans, viðurkennandi samskipti og að virðing sé borin fyrir hverjum einstaklingi. Hjá okkur er fjölmenningarlegt samfélag barna og starfsfólks.
Nú eru spennandi tímar hjá okkur við endurskipulagningu starfsins sem krefst virkrar þátttöku deildarstjórans og allra starfsmanna skólans. Þá er ávallt áhersla á læsi og að efla íslenskan orðaforða. Við viljum leggja áherslu á skapandi starf, sjálfsprottinn leik og að umhverfi barnanna veki forvitni og vellíðan. Góður starfsandi og samvinna er þvert á deildir.
Við hvetjum áhugasama til að hafa samband, kíkja í heimsókn og á heimasíðuna www.joklaborg.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að menntun og uppeldi leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.
- Ber ábyrgð á menntunar- og uppeldisstarfi sem fram fer á deildinni.
- Fagleg forysta og ábyrgð á stjórnun, skipulagningu og mati deildarstarfsins.
- Ber ábyrgð á foreldrasamvinnu og samvinnu við aðra fagaðila.
Hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara/kennara. Eða önnur sambærileg menntun.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði. B2 samkvæmt samevrópska matskvarðanum
- Reynsla af sambærilegu starfi.
- Áhugi á þróunarstarfi í anda Reggio Emilia.
- Færni og sveigjanleiki í samskiptum.
- Frumkvæði, jákvæðni og metnaður í starfi.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Góð leiðtogafærni og geta til að koma auga á styrkleika ólíkra einstaklinga.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
- 100% starfshlutfall
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
- Sundkort, ókeypis aðgang að öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar.
- Menningarkort sem veitir ókeypis aðgang að söfnum borgarinnar.
- Samgöngustyrkur.
- Líkamsræktarstyrkur.
- Frítt fæði sem boðið er uppá á matartímum skólans.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Vakni einhverjar spurningar hafið endilega samband við Ástu Kristínu Svavarsdóttur, leikskólastjóra í síma 411-3250 / 696-5096 eða Elínu Björk Einarsdóttur aðstoðarleikskólastjóra í síma 411-3250 og í tölvupósti joklaborg@reykjavik.is