Innleiðing Heilsueflandi Breiðholts | Reykjavíkurborg

Innleiðing Heilsueflandi Breiðholts

Vinna að undirbúningi, skipulagi og samþættingu  Heilsueflandi Breiðholts hófst í september 2014. Strax í upphafi var ákveðið að verkefnið tæki til allra aldurshópa með sérstaka áherslu á börn og unglinga í samræmi við forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri hefur unnið með fjölmörgum hagsmunahópum til að greina stöðuna í hverfinu og leiða vinnu við gerð aðgerðaáætlunar um almennar forvarnir – ekki bara hjá borgarstofnunum heldur líka ríkisstofnunum og frjálsum félagasamtökum.
 
Þann 22. apríl skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri og Nichole Leigh Mosty formaður Hverfisráðs Breiðholts undir yfirlýsingu um Heilsueflandi Breiðholt. Þar með var verkefninu formlega hleypt af stokkunum í Breiðholtinu.
 
  • Formaður hverfisráðs, borgarstjóri og hverfisstjóri skrifa undir yfirlýsingu um Heilsueflandi Breiðholt
Unnið hefur verið af krafti við gerð aðgerðaáætlana um almennar forvarnir innan fjölmargra stofnana í hverfinu. Fyrsta útgáfa forvarnarstefnu Heilsueflandi Breiðholts sem búið er að vinna með frá upphafi var gefin út í byrjun nóvember 2015 og er hana að finna hér á vefnum auk aðgerðaáætlunar um sértækar forvarnir sem  unnin var í samvinnu við Þjónustumiðstöð Breiðholts, heilsugæsluna og fleiri aðila.
 
Heilsueflandi Breiðholt er lifandi verkefni sem verður í stöðugri þróun næstu árin og árlega verður gert endurmat á stefnunni þar sem stuðst verður við þekktar miðlægar kannanir sem gerðar eru í hverfum borgarinnar. Auk þess verður starfið í hverfinu metið og endurskoðað reglulega.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =