Innflytjendur | Reykjavíkurborg

Innflytjendur

Verkefni mannréttindaskrifstofu sem snúa að málefnum innflytjenda, fólks í leit að alþjóðlegri vernd og flóttamanna má nálgast aðgerðaráætlun í mannréttindamálum 2018 - 2022. Eldri starfsáætlanir má nálgast hér.

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar veitir fræðslu og ráðgjöf um málefni innflytjenda. Hægt er að hafa samband við Joanna Marcinkowska, verkefnastjóra í málefnu innflytjenda og Barbara Jean Kristvinsson, ráðgjafa í innflytjenda gegnum immigrants@reykjavik.is

Eitt af leiðarljósum Reykjavíkurborgar er að reykvískt samfélag fái notið fjölbreytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenni samskipti fólks af ólíkum uppruna.
 
Allar stofnanir borgarinnar þurfa að laga sig að fjölmenningarlegu samfélagi og útfæra stefnu Reykjavíkurborgar um fjölmenningarlegt samfélag í starfsáætlunum sínum. Þær skulu gera ráð fyrir útlendingum bæði sem notendum og veitendum þjónustu, taka tillit til sérþarfa útlendinga, án þess að litið sé á þá sem einsleitan hóp. Þeir sem hingað flytjast þurfa að aðlagast íslensku samfélagi. Þeir sem fyrir eru þurfa að aðlagast íbúum af mismunandi uppruna. Í öllu starfi borgarinnar skal leitast við að nýta kosti fjölbreytninnar.
 
Helstu markmið Reykjavíkurborgar eru:
 • að draga úr fordómum gagnvart útlendingum,
 • að stofnanir tryggi að útlendingar geti nýtt sér þjónustu þeirra til fulls,
 • að börn af erlendum uppruna geti nýtt sér skólakerfið til jafns við önnur börn,
 • að öllum útlendingum sé gefinn kostur á íslenskunámi við hæfi og þeir hvattir til að  læra íslensku,
 • að þekking og menntun útlendinga nýtist bæði þeim og öðrum borgarbúum,
 • að Reykvíkingar nýti sér menningarlega fjölbreytni samfélagsins,
 • að borgaryfirvöld hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um hagi útlendinga,
 • að útlendingar þekki rétt sinn og skyldur,
 • að brugðist sé við ef brotið er á fólki vegna uppruna þeirra.

   

 

Árin 2010, 2012, 2014 og 2017 voru haldin fjölmenningarþing innflytjenda í Reykjavíkurborg.  Hér má lesa um niðurstöður fjölmenningarþings 2017, 20142012 og 2010

Starfandi er fjölmenningaráð Reykjavíkurborgar. Í ráðinu sitja sjö fulltrúar sem eiga að vera ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og aðrar stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Fjölmenningaráð er með síðu á facebook.
 
Frá árinu 2005 hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir fjölmenningardegi til að fagna fjölbreytileika borgarinnar. Dagurinn hefst með skrúðgöngu og endar á skemmtun með fjölbreyttum skemmtiatriðum,  markaði með hönnun og mat frá hinum ýmsu löndum.

Til hægri undir tengd skjöl má sjá bæklinginn Við og börnin okkar sem var gefinn út á fjórum tungumálum: Ensku, pólsku, rússnesku og filippseysku. Bæklingurinn er einfaldur leiðarvísir fyrir foreldra og aðstandendur barna um ábyrgð og skyldur, réttindi barna, menntun og velferð.
 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 16 =