Skjáheimsóknir

Í skjáheimsókn fer fram myndsímtal milli starfsmanns heimaþjónustu og íbúa, þar sem boðið er upp á fjölbreytta þjónustu. Notendur fá spjaldtölvu á meðan á þjónustunni stendur. Allir íbúar sem fá veitta heimaþjónustu geta fengið skjáheimsóknir í stað eða samhliða hefðbundnum innlitum. Verkefnið hefur verið í þróun frá árinu 2020 og stefnt er að fullri innleiðingu í byrjun árs 2023. 

Markmið

Skjáheimsóknir gera heimaþjónustu Reykjavíkurborgar kleift að bjóða upp á aukna og fjölbreyttari þjónustu fyrir ólíka hópa fólks. Í skjáheimsókn er markmiðið að þjónustan sé sniðin að þörfum hvers og eins með aukinni þátttöku, og valdeflingu notenda að leiðarljósi. Notendur fá þann stuðning sem þeir þurfa, á þeim tíma dags þegar þeir þurfa. Skjáheimsóknir geta tryggt þjónustu við ófyrirsjáanlegar aðstæður, t.d. vegna óveðurs eða heimsfaraldrar. 

Árangur prófanna

Notendasamráð tryggir að þessi nýja þjónustuleið verði innleidd í samræmi við þarfir notenda heimaþjónustu. Árangursmælingar sýna að notendur eru ánægðir með þjónustuna, upplifa öryggi og finnst tæknin vera einföld í notkun.

Upplifun íbúa

 

Upplifun af skjáheimsóknum.

Upplifun Höllu af skjáheimsóknum.

Upplifun Rannveigar af skjáheimsóknum.

Upplifun Guðmundar af skjáheimsóknum.

Hafðu samband

Hafið samband til að fá nánari upplýsingar um skjáheimsóknir eða önnur verkefni Velferðartæknismiðjunnar.