Tilkynningar til barnaverndar

Hér er hægt að senda inn tilkynningu vegna barna sem eiga lögheimili í Reykjavík og eru búsett í Reykjavík.

Ekki hika við að senda inn tilkynningu ef þú sérð ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni, ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Einnig ef ástæða er til að ætla að atferli fólks, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant.