Umsókn um götu- og torgsölu

Úthlutun leyfa fyrir götu- og torgsölu fer meðal annars eftir útliti og hvernig söluaðstaða fellur að nærumhverfi. Þá er einnig metinn fjölbreytileiki og mismunandi framboð á vöru og þjónustu ásamt góðri reynslu af sambærilegri starfsemi. 

Hvernig er sótt um leyfi?

Sótt er um leyfi fyrir götu- og torgsölu rafrænt á mínum síðum Reykjavíkurborgar. Reikningur fyrir leigugjaldi verður sendur á þann aðila sem skráður er fyrir aðgangi að mínum síðum.

Fyrirtæki sem sækja um verða að vera með aðgang á sínu nafni. Umsækjanda er send krafa um leigugjald í heimabanka. 

Starfsár götu-og torgsölu er frá 15. maí ár hvert til 14. maí ári síðar.

Á starfsárinu 2023 - 2024 verður opnað fyrir nýjar umsóknir miðvikudaginn 15. febrúar 2023 kl. 09:00. Umsóknir sem berast fyrir þann tíma eru ekki teknar gildar.

Sölustarfsemi

  • Öll matsala er leyfisskyld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
  • Leigugjald er ekki endurkræft. 
  • Flokkun söluaðstöðu ræðst af þeirri staðsetningu sem valin verður hverju sinni.
  • Hver og einn söluaðili má að hámarki hafa tvö leyfi í kjarna miðborgar, þó aðeins eitt nætursöluleyfi.  
  • Lögð er áhersla á að söluvarningur sé viðbót við það vöruframboð sem fyrir er hjá nærliggjandi verslunar- og þjónustuaðilum.

Samþykkt þessi gildir að öðru leyti ekki um sölustarfsemi á viðburðum á vegum einkaaðila. Upplýsingar um slíka sölustarfsemi má nálgast með því að senda póst á netfangið menning@reykjavik.is

Aðgengi að rafmagni   

Umsækjendur sem þurfa rafmagn skulu tilgreina hve mikla orkuþörf starfsemi þeirra krefst og skila inn vottun frá skoðunarstofu þar um. Leyfishafi greiðir fyrir rafmagnsnotkun.     

Aðgengi að rafmagni er að finna á eftirfarandi stöðum:    

  • Bernhöftstorfu        
  • Skólavörðuholti     
  • Ingólfstorgi  
  • Hlemmi    
  • Hljómskálagarði      
  • Lækjargötu
  • Lækjartorgi 
  • Mæðragarði
  • við Norræna húsið
  • Klambratúni og
  • Vitatorgi

Fylgigögn umsóknar 

Í umsókninni þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Tilgreina ósk um sölusvæði 
  • Stærð söluaðstöðu og heildarlengd x breidd x hæð 
  • Þyngd söluaðstöðu 
  • Staðsetning söluops 
  • Sorpílát 
  • Orkugjafa 
  • Raforkuþörf (kW), þar sem við á skv. vottorði frá skoðunarstofu 
  • Myndir af söluaðstöðu 
  • Myndir af sölusvæði þegar sótt er um hverfasvæði
  • Lýsing á því hvernig söluaðstöðu er komið að og frá sölusvæði 
  • Umsækjandi skal gera grein fyrir geymslustað söluaðstöðu utan sölutíma

Leyfisveitanda er heimilt að fella leyfi úr gildi hafi leyfishafi ekki hafið sölustarfsemi innan mánaðar frá undirritun samnings.