Hvernig fæ ég útgefið afnotaleyfi?

Afgreiðslutími

Umsókn skal leggja fram tímanlega svo ekki komi til tafa á framkvæmdum eða viðburði. Það er á ábyrgð umsækjanda að leggja fram öll gögn umsóknar og tryggja að þau séu fullnægjandi. 

Viðmið um afgreiðslutíma

  • Almenn afnotaleyfi (minni framkvæmdir og viðburðir) - 3 til 8 virkir dagar.
  • Aukin inngrip í umferð og áhrif á nærumhverfi - 9 til 30 virkir dagar. Hér er átt við afnot af borgarlandi og inngrip í umferð sem varir frá einum degi eða lengur.
  • Stærri framkvæmdir og viðburðir - lengri afgreiðslutími og sérstakt samráð. Mikilvægt er að upplýsa um framkvæmd eða viðburð með góðum fyrirvara svo hægt sé að meta umfang og gera ráðstafanir.

Afgreiðslutími umsóknar er metinn hverju sinni m.t.t. eðlis og umfangs framkvæmdar eða viðburðar. 

Í mörgum tilfellum þarf að leita umsagnar annarra aðila sem málið varðar, s.s. Strætó bs., lögreglu, íbúa og annarra hagsmunaaðila og í þeim tilvikum getur afgreiðslutími lengst. Þegar um er að ræða stærri framkvæmdir er kallað til sérstaks samráðsfundar með leyfishafa og viðeigandi hagsmunaaðilum.   

Gjaldskrá

Fyrir útgáfu afnotaleyfis af borgarlandi er innheimt sérstakt gjald.

 

Fyrirspurnir og ábendingar

Upplýsingar um afnotaleyfi um nálgast hjá þjónustuveri borgarinnar í síma 411 1111 eða á upplysingar@reykjavik.is.

Einnig má senda fyrirspurnir og ábendingar á netfangið afnotaleyfi@reykjavik.is eða hringja í þjónustuver í 411 1111 og skilja eftir skilaboð.