Grunnskólar

Börn byrja í grunnskóla árið sem þau verða sex ára þegar skólaskylda hefst. Þau fá úthlutað plássi í sínum hverfisskóla og forsjáraðili þarf að staðfesta innritun rafrænt.

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Ef barnið þitt verður sex ára á árinu færð þú tölvupóst frá Reykjavíkurborg þar sem óskað er eftir að þú staðfestir skráningu barnsins þíns í ykkar hverfisskóla. En hvað er hverfisskóli?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Athugið að sækja þarf sérstaklega um dvöl á frístundaheimilum fyrir 6–9 ára börn.

Skóladagatal

Þú getur séð skóladagatal hvers grunnskóla á heimasíðum þeirra.

Skólamatur

Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili. 

Skólavist í öðru sveitarfélagi

Þú getur sótt um að barnið þitt fari í skóla í öðru sveitarfélagi þótt það eigi lögheimili í Reykjavík. Sækja þarf um það fyrir 1. apríl ár hvert. 

Að skipta um grunnskóla

Í Reykjavík er val um grunnskóla en ef takmarka þarf fjölda nemenda í einstaka skólum eiga nemendur forgang að sínum hverfisskóla.

Menntastefna Reykjavíkur - látum draumana rætast

Grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá grunnskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Meginmarkmið stefnunnar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Menntastefnan byggir á fimm grundvallarþáttum: félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði.