Hverfið mitt 2017 - framkvæmdir 2018 | Reykjavíkurborg

Hverfið mitt 2017 - framkvæmdir 2018

Íbúalýðræðisverkefnið Hverfið mitt felst í að fá hugmyndir frá íbúum og kjósa síðan um hvaða verkefni komi til framkvæmda. 
 • Hverfið mitt: Hugmyndasöfnun og kosning 2017 um verkefni koma til framkvæmda 2018

Valin verkefni til framkvæmda árið 2018

Íbúar kusu um framkvæmdir í hverfum í kosningum 3. - 19. nóvember 2017.  Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 10,9%.  Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri og voru nærri 102 þús íbúar á kjörskrá. Af þeim nýttu sér 11.113 rétt sinn til að kjósa.  Skoða skýrslu um niðurstöðu kosninga

Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og eru 450 milljónir til ráðstöfunar. Íbúar kusu í ár 76 verkefni til framkvæmda á næsta ári.  

Á listanum hér fyrir neðan má sjá valin verkefni. Í meðfylgjandi pdf skjali má sjá fjölda atkvæða að baki hverju verkefni og áætlaða upphæð framkvæmdar.

Árbær – valin verkefni til framkvæmda 2018:   

 • Leiktæki á lóð Selásskóla
 • Kaldur pottur í Árbæjarlaug
 • Göngustígur við Rauðavatn
 • Ruslatunnur við göngustíga í Norðlingaholti
 • Bæta lýsingu við göngubrú yfir Breiðholtsbraut
 • Göngustígur á horni Rofabæjar og Fylkisvegar
 • Drykkjarfontur í Elliðaárdalinn
 • Ungbarnarólur á leikvelli í Bæjarhverfi
 • Þrektæki við Rauðavatn
 • Fuglaskilti við stíflubrú
 • Göngustígur milli Sel- og Árvaðs
 • Merkja bílastæði við Sandavað
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Árbær - framkvæmdir 2018
   

Breiðholt  – valin verkefni til framkvæmda 2018:   

 • Lýsing á göngustígum í Seljahverfi
 • Kaldur pottur í Breiðholtslaug
 • Lýsing í Elliðaárdal
 • Leiktæki og tartan í Breiðholtslaug
 • Lýsing og borðbekkir við skíðabrekku
 • Lagfæra svæðið við færanlegar kennslustofur við Seljaskóla
 • Fjölga bekkjum í Seljahverfinu
 • Lagfæring á aðkomu Breiðholtsskóla
 • Grindverk við körfuboltaspjald á lóð Hraunheima
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Breiðholt - framkvæmdir 2018
   

Grafarholt og Úlfarsárdalur  – valin verkefni til framkvæmda 2018:   

 • Lýsing við sleðabrekku fyrir neðan Reynisvatnsháls
 • Ruslastampar í Grafarholti
 • Áningastaður á milli Hádegismóa og Grafarholts
 • Líkamsræktartæki við Reynisvatn
 • Gróðursetning í Úlfarsárdal
 • Heilsustígur í Úlfarsárdal
 • Upplýsingaskilti um vegalengdir
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Grafarholt og Úlfarsárdalur - framkvæmdir 2018
   

Grafarvogur  – valin verkefni til framkvæmda 2018:   

Háaleiti - Bústaðir  – valin verkefni til framkvæmda 2018:   

 • Ávaxtatré á opnum svæðum
 • Grenndargámar við Sogaveg.
 • Fegra borgarland við Háleitisbraut
 • Ný girðing við Bústaðaveg.
 • Líkamsræktartæki á opið svæði vestan Miðbæ
 • Endurnýjun á göngustíg milli H- og K-landa.
 • Bæta leikvöllinn við Rauðagerði
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Háaleiti og Bústaðir - framkvæmdir 2018
   

Hlíðar  – valin verkefni til framkvæmda 2018:    

 • Bætt lýsing við gönguljós við Hlíðarskóla
 • Ungbarnarólur á leikvelli
 • Göngustígur frá Stigahlíð
 • Lýsing við körfuboltavöll á Klambratúni
 • Hjólaviðgerðarstandur í Hlíðunum
 • Klifurgrind á Klambratún
 • Bekkir á Klambratún
 • Vatnsfontur á Klambratúni
 • Bekkir í Hlíðunum
 • Upplýsingaskilti um fiskþurrkunarreit og sögulegar minjar
 • Endurbætur við gatnamót Brautarholts og Stórholts
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Hlíðar - framkvæmdir 2018
   

Kjalarnes – valin verkefni til framkvæmda 2018:    

Laugardalur  – valin verkefni til framkvæmda 2018:   

 • Endurbætur á lýsingu í Laugardal
 • Framhlið Laugardalslaugarinnar
 • Bæta aðgengi að fjöru á Laugarnestanga
 • Endurbætur á leikvelli í Laugardal
 • Merking stíga í Laugardalnum
 • Bæta lýsingu við gatnamót Holta- og Langholtsvegar
 • Snyrta umhverfis vatnsbrunna í Laugardalnum
 • Hreinsun fjörunnar við Háubakka í Elliðaárvogi
 • Ruslatunnur í Vogahverfi
 • Stærri klukkur í Laugardalslaug
 • Gönguleið yfir Suðurlandsbraut við Mörkina
 • Ungbarnaróla á leikvöllinn við Sæviðarsund
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Laugardalur - framkvæmdir 2018
   

Miðborg – valin verkefni til framkvæmda 2018:   

 • Gróður og bekkir í Hljómskálagarðinn
 • Fjölga leiktækjum í Hljómskálagarðinum
 • Almenningsgarður við Þingholtsstræti 25
 • Ný gangstétt við Barónsstíg
 • Ungbarnaróla á Skógarróló í Skerjafirði
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Miðborg - framkvæmdir 2018
   

Vesturbær  – valin verkefni til framkvæmda 2018:    

 • Gönguleið yfir Hofsvallagötu
 • Fjölga ruslatunnum í Vesturbænum
 • Lýsing við göngustíg á Ægissíðu
 • Sjónauki við Eiðisgranda
 • Endurbætur á leikvelli við Tómasarhaga
 • Hagatorg tengt við nærumhverfi
 • Endurbætur á körfuboltavelli milli Faxaskjóls og Sörlaskjóls
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Vesturbær - framkvæmdir 2018
   

 

Almenn kynning á verkefninu

Þetta er í sjötta sinn sem slík hugmyndasöfnun og kosning fer fram og framkvæmt verður fyrir 450 milljónir króna. Nánari upplýsingar um framkvæmd hugmyndasöfnunar og kosninga eru hér fyrir neðan.Hverfið mitt er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar. 

Hvaða hugmyndafræði liggur að baki?

Verkefnið byggir á hugmyndum að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku, umfram það sem gerist í hefðbundnu fulltrúalýðræði. Byggt er á reynslu fyrri ára en jafnframt leitað í smiðju sérfræðinga og annarra borga um heiminn þar sem þátttökufjárhagsáætlunargerð hefur verið reynd.

Skipting fjármagns eftir hverfum

Gert er ráð fyrir 450 milljónum króna til verkefnisins. Fjármagn er eins og áður bundið við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni.
Til að tryggja minnstu hverfunum lágmarksfjárhæð til umráða er fjórðungi fjárheimildarinnar skipt jafnt milli hverfa. Það fjármagn sem eftir stendur skiptist á milli hverfanna í réttu hlutfalli við íbúafjölda.
 
Fyrstu 112,5 milljónunum er þannig skipt jafnt milli hverfanna tíu og koma því að lágmarki 11,25 milljónir króna í hlut hvers hverfis. Því sem eftir stendur, eða 337,5 milljónum króna, er skipt á milli þeirra 122.664 íbúa sem staðsettir eru í hverfum borgarinnar þannig að í hlut hvers og eins koma kr. 2.751.418. Þessi tala er svo margfölduð með íbúatölu hvers hverfis og fæst þá heildarfjárheimild hverfisins. Fjöldi íbúa og skipting milli hverfa miðast lok árs 2017.*
 
 
* Tölurnar eru byggðar á tölum sem birtust í borgarsjá þann 17. febrúar 2017. Heildar íbúafjöldi var skv. þessu 123.199 en þar af eru 535 íbúar óstaðsettir í hús eða skráðir í sendiráð erlendis. Eftir standa 122.664 íbúi sem dreifast á hverfin skv. meðfylgjandi töflu.
 

Hverfið mitt – verkáætlun og tímasetningar

Verkefnið í heild er í fjórum fösum. Hugmyndasöfnun; umræða um hugmyndir og úrvinnsla; kosningar og framkvæmd.

Helstu tímasetningar eru eftirfarandi:

15. 2.- 1.3  Undirbúningur fyrir hugmyndasöfnun
1.3- 24.3 Hugmyndasöfnun
8.3- 8.6  Fagteymi USK metur hugmyndir
24.3- 8.4 Hægt að rökstyðja, ræða og gefa hugmyndir vægi á vefnum
8.5- 8.6  Fagteymi USK fundar með hverfisráðum
8.6 – 15.6 Viðbrögð USK við athugasemdum hverfisráða
15.6-30.6  Hverfisráð stilla upp 25 hugmyndum í hverju hverfi
30.6- 8.9 Frumhönnun
15.8 -22.9 Undirbúningur fyrir rafræna atkvæðagreiðslu. Listar með verkefnum útbúnir og kynntir
22.9- 17.10  Álagsprófanir, prufuathafnir og ræsing kerfis
3.11 - 19.11  Hverfakosning (Ath. upphaflega var áætlað að kjósa í október en ákveðið var að fresta fram yfir alþingiskosningar. Tímasetningar hér fyrir neðan hliðrast sem því nemur.). 
6.11- 13.2 Verkhönnun verkefna og gerð útboðsgagna. Verkefni boðið út, samningar ið verktaka og bækisstöðvar
14.2-14.3 Útboðsferli framkvæmdar
14.4 – 31.8 Framkvæmd
1.9.2018 Verklok

Hugmyndasöfnun 1. - 24. mars 2017

Óskað er eftir snjöllum hugmyndum frá íbúum um smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefni í hverfum Reykjavíkur til að kjósa um í hverfakosningu Betri Reykjavíkur.
 
Markmiðið er að hugmyndirnar:
 • nýtist hverfinu í heild.
 • kosti ekki meira en er í framkvæmdapotti hverfisins.
 • krefjist ekki mjög flókins undirbúnings og framkvæmdar.
 • falli að skipulagi borgarinnar og stefnu, sé í verkahring borgarinnar og á borgarlandi.
Hugmyndir geta t.d. varðað:
 • umhverfi og möguleika til útivistar og samveru, s.s. bekkir, gróður, útilistaverk, fegrun.
 • aðstöðu til leikja eða afþreyingar, s.s. að bæta leiksvæði og endurnýja leiktæki.
 • betri aðstöðu til göngu, hjólreiða og notkun almenningssamganga, s.s. stígatengingar, lýsingu, lagfæringu gönguleiða.
Fagteymi umhverfis- og skipulagssviðs tekur við hugmyndunum og metur hvort hægt sé að ráðast í framkvæmdina á vettvangi hverfakosningarinnar.
 
Þegar hugmynd er sett inn á samráðsvefinn www.hverfidmitt.is þarf fyrst að skrá sig á vefinn, velja hverfi og huga að því að heiti hugmyndar, staðsetning og lýsing sé skýr. Hægt er að setja inn hugmynd í hvaða hverfi borgarinnar sem er, óháð búsetu. Með sama hætti er hægt að bæta við rökum við hugmynd.
Öllum stendur til boða að nota almenningstölvur í bókasöfnum og þjónustumiðstöðvum borgarinnar í þessu skyni.
 
 

Forgangsröðun hugmynda á vef 25. mars - 8. apríl

Íbúar hafa tvær vikur eftir að hugmyndasöfnun lýkur til að gefa hugmyndum vægi. Hugmynd þarf að lágmarki 10 meðaðkvæði til þess að komast inn á borð fagteymis.

Mat fagteymis

Fagteymi starfsfólks á umhverfis- og skipulagssviði byrjar að meta hugmyndir um leið og þær fara að berast á vefinn. Hugmyndirnar eru metnar út frá þeim leiðbeiningum sem gefnar eru í söfnun hugmynda.
 
Niðurstöðum fagteymis verður miðlað við hverja hugmynd á samráðsvefnum jafnóðum þannig að notendur viti ef hugmyndin kemur ekki til álita í óbreyttri mynd. Reynt verður að kalla eftir frekari lýsingu og aðlaga hugmynd í samvinnu við hugmyndahöfund og notendur vefsins.
Þær hugmyndir sem eru óframkvæmanlegar eða sprengja fjárhagsramma hverfisins og sem ekki næst með góðu móti að aðlaga kröfunum í samtali fagteymis við hugmyndahöfunda, detta sjálfkrafa út og verða ekki í boði við hverfakosningu. Þegar hugmyndir detta út með þessum hætti færast allar hugmyndir sem neðar eru upp um eitt sæti.
 
Hugmyndirnar geta orðið færri en 20 fyrir hvert hverfi ef ekki berast nógu margar hugmyndir í öllu ferlinu og/eða ef ekki tekst að fella þær að þeim skilgreiningum um hugmyndir sem hér er kallað eftir.

Hverfisráð

Í júní 2017 funda hverfisráð með fulltrúum fagteymis umhverfis- og skipulagsráðs um mat þeirra á innsendum hugmyndum í hverfinu, og fara yfir verkefni í þeirri vinsældaröð sem þau birtast á samráðsvefnum. Hverfisráð skoða m.a. dreifingu verkefna um hverfið og hvaða verkefni munu falla út eftir yfirferð fagteymis. Telji hverfisráð að röðun þeirra verkefna sem eftir standa (allt að 25) sé með þeim hætti að verulega halli á ákveðna hverfishluta, getur það reynt að jafna leikinn með því að skipta út allt að 5 af 25 efstu verkefnum fyrir verkefni neðar á listanum (að því gefnu að verkefni séu fleiri en 25). Ráðið skal við þetta hafa í huga vinsældir þeirra hugmynda sem skipt er út. 
 

Hverfakosning 3. - 19. nóvember 2017

Þegar verkefnum hefur verið stillt upp fyrir hvert hverfi gefst íbúum Reykjavíkurborgar kostur á að velja á milli allt að 20 verkefna í hverju hverfi. Valið fer fram á sérstöku vefsvæði þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti (með Íslykli eða rafrænum skilríkjum) og þar sem atkvæði er dulkóðað. Þannig er aldrei hægt að tengja atkvæði við einstaklinga. Þátttaka er opin öllum sem náð hafa 16 ára aldri þann 31. desember 2016 og hafa lögheimili í Reykjavík þegar valið fer fram. Val verkefna stendur yfir í tvær vikur, frá 3. - 19. nóvember.  Upphaflega var áætlað að kjósa í október en ákveðið var að fresta þeim fram yfir alþingiskosningar.
 
Rétt til þátttöku í kosningunum hafa íbúar fæddir árið 2001 eða fyrr og sem eru búsettir í Reykjavík á þeim degi sem kosið er.  Ekki er skylda að kjósa í þeim borgarhluta sem viðkomandi býr, en eingöngu er hægt að kjósa í einu hverfi.  Notendur auðkenna sig til að staðfesta kosningu og stendur þar valið á milli rafrænna auðkenna og Íslykils. Í kosningum velur íbúi fyrst borgarhluta og kýs síðan milli 25 verkefna upp að þeirri upphæð sem til ráðstöfunar er. Ekki er nauðsynlegt að velja fyrir alla upphæðina sem hverfið hefur til ráðstöfunar. Kosningarnar eru síðasta stigið af fjórum í samráðsferli íbúa, hverfisráða og Reykjavíkurborgar og eru niðurstöðurnar bindandi. Verkefni sem íbúar kjósa verða framkvæmd árið 2018.
 
Vakin er athygli á því að ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er tóku gildi 1. janúar 2012.
 

Framkvæmd verkefna

Verkefni verða hönnuð, boðin út og framkvæmd fyrir september 2018. Upplýsingum um framgang þeirra verður miðlað á vef Reykjavíkurborgar (Framkvæmdasjá) og á Betri Reykjavík. Leitast verður við að hafa samráð við hugmyndasmiði og hverfisráð um útfærslu verkefna - ekki síst í þeim tilfellum að breyta þurfi verkefnum.
 
Þeim hugmyndum sem ekki ná kosningu verður komið í ákveðinn farveg hjá Reykjavíkurborg, t.d. sem ábendingum til fagráða eða sem innleggi í skipulagsumræðu.

Hvað ef ég get ekki notað samráðsvefinn?

Þeir sem ekki geta sett fram hugmyndir á samráðsvef, s.s. vegna fötlunar, býðst á meðan á hugmyndasöfnun stendur að senda hugmyndir sínar með tölvupósti á betrireykjavik@ibuar.is eða með pósti stíluðum á Betri Reykjavík, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöðvar í hverfunum eða þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11 og óska eftir aðstoð.

 

Ítarefni - gögn til dreifingar

Hér er myndefni til að nota við kynningu. Vistið á eigin tölvu eða drif og deilið þaðan eða prentið út.
 •  
 •  
 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 1 =