Hverfið mitt 2016 > framkvæmdir 2017 | Reykjavíkurborg

Hverfið mitt 2016 > framkvæmdir 2017

Hér er yfirlit yfir þau verkefni sem íbúar í Reykjavík kusu og eru til framkvæmda árið 2017. 
 

 

 • Unnið er víða um borgina að framkvæma þær hugmyndir íbúa sem hlutu brautargengi í kosningum
 • Íbúar kjósa um framkvæmdir í sínu hverfi - næst verður kosið 17. - 31. október 2107

Verkefni valin til framkvæmda

Íbúar kusu um úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna. Til ráðstöfunar voru 450 milljónir króna, sem er 50% hækkun frá fyrra ári. Hér eru verkefnin sem framkvæmd verða 2017:

Árbær – Valin verkefni

 • Endurnýja gangstéttar við Rofabæ
 • Snjóbræðsla í stíg hjá Árbæjarlaug
 • Drykkjarfontur á krossgötur í Elliðaárdal
 • Fleiri bekki í hverfið
 • Lagfæra svæðið á milli kirkju og skóla
 • Gönguleið  við Fylkissel
 • Upplýsingaskilti um gömlu þjóðleiðina
 • Betri lýsing á göngustíg meðfram Höfðabakka frá Bæjarhálsi að Elliðaárdal
 • Betri gönguleið frá Viðarási að Reykási
 • Leiktæki fyrir yngri börn í Norðlingaholti
 • Innskotsstæði við Björnslund
 • Betri göngustíg frá Búðavaði að malarstíg
 • Barnvænar ruslatunnur
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Árbær - framkvæmdir 2017

Breiðholt – Valin verkefni 

 • Fleiri ruslastampa í hverfið
 • Hreinsa tjörnina í Seljahverfi
 • Fjölskyldusvæði í efra Breiðholti
 • Fegra Markúsartorg við Gerðuberg
 • Lagfæra gangstéttar við Vesturberg
 • Áningarstaður í Seljahverfi
 • Dvalarsvæði fyrir unga fólkið
 • Torg á horni Seljabrautar og Engjasels
 • Lagfæra krappa beygju í Elliðaárdal
 • Þrautarbraut og klifurtæki á opið svæði í Bökkunum
 • Gróðursetja meðfram Stekkjarbakka gegnt Mjódd
 • Fegra opið svæði við Dverga- og Blöndubakka
 • Stígur á milli Dverga- og Arnarbakka
 • Fleiri hjólastandar í hverfið
 • Merkja götur við göngu- og hjólastíga í Bökkunum
 • Gönguleið í beygjunni við Arnarbakka
 • Bæta leiksvæðið við Unufell
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Breiðholt - framkvæmdir 2017

Grafarholt og Úlfarsárdalur - Valin verkefni

 • Ruslastampa við Reynisvatn
 • Fleiri bekki og ruslafötur við stígana í dalnum
 • Frisbígolf í Leirárdal
 • Gróðursetja víða í Grafarholtinu
 • Bekkir á Kristnibraut og Gvendargeisla í átt að Reynisvatni
 • Rækta upp svæðið í kringum hringtorg við Biskupsgötu
 • Barnvænar ruslatunnur
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Grafarholt og Úlfarsárdalur - framkvæmdir 2017

Grafarvogur – Valin verkefni 

 • Ný vatnsrennibraut  í sundlaug Grafarvogs
 • Fjölga ruslastömpum í hverfinu
 • Leiktæki fyrir yngri börn við Gufunesbæ
 • Gróðursetja á svæðið við Spöng
 • Fleiri bekki við göngustíga
 • Fleiri ungbarnarólur í hverfið
 • Bekkur við útsýnisspjald við Melaveg
 • Skógrækt við Gufunesbæ
 • Tengja göngustíga við Rimaskóla
 • Gróðursetning við gatnamót Hallsvegar og Strandvegar
 • Útiæfingatæki
 • Gera göngustíga úr botnlöngum í Vættaborgum
 • Pétanque völlur við Gufunesbæ
 • Bekkur í Fjölnislitum
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Grafarvogur - framkvæmdir 2017

Háaleiti og Bústaðir – Valin verkefni 

 • Fjölga ruslastömpum í hverfinu
 • Laga þrep og stíg við Bústaðaveg og Austurgerði
 • Mála listaverk á Réttarholtsskóla
 • Söguskilti um hitaveitustokkinn
 • Dvalarsvæði í Grundargerðisgarði
 • Fleiri bekki í Háaleitishverfið
 • Ungbarnarólur með foreldrasæti
 • Endurgera stíg milli Kúrlands og Bústaðavegar
 • Gróðursetja á valin svæði í Fossvogsda
 • Gera dvalarsvæði á opnu svæði við Hvassaleiti 1-9
 • Fegra og bæta leiksvæði í Úlfaskógi
 • Gangbrautarljós yfir Háaleitisbraut við Lágmúla
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Háaleiti og Bústaðir - framkvæmdir 2017

Hlíðar – Valin verkefni

 • Bæta öryggi vegfarenda við undirgöngin við Hlíðarenda
 • Bekkir og ruslafötur í Öskjuhlíð
 • Fleiri bekki við gönguleiðir í hverfinu
 • Hringtorg á Rauðarárstíg við Flókagötu
 • Lagfæra net og setja lægri körfur á Klambratúnsvellinum
 • Lagfæra göngustíg um Veðurstofuhæð
 • Upphækkuð gönguleið í Hamrahlíð við Stigahlíð
 • Gangbrautarljós yfir Lönguhlíð við Bólstaðarhlíð
 • Pétanque völlur á Klambratún
 • Fegra svæðið umhverfis Eskihlíð 2-4 
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Hlíðar - framkvæmdir 2017

Kjalarnes – Valin verkefni  

 • Borð og bekki fyrir utan Fólkvang
 • Hrein fjara
 • Fegra innkomuna í hverfið
 • Matjurtagarðar við Fólkvang
 • Snúningstæki og fleiri tæki á leiksvæðið við Esjugrund
 • Fleiri hjólastandar í hverfið
 • Reykjavíkurskilti
 • Listaverk - Reykjavíkuraugun
 • Listaverk – Laupurinn
  >  Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Kjalarnes - framkvæmdir 2017

Laugardalur –  Valin verkefni  

 • Útigrill í Laugardalinn
 • Heit vaðlaug í Laugardalinn
 • Endurnýja gangstétt milli Leiru- og Rauðalækjar
 • Körfuboltakarfa við Ljósheimaróló
 • Ungbarnarólur á Ljósheimaróló
 • Gróðursetja við Laugarnesveg
 • Endurbæta leikvöll milli Bugðu- og Rauðalækjar
 • Hringtorg, Kirkjusandur- Laugarnesvegur
 • Gróðursetja við hljóðmön
 • Gróðursetja tré á Sæbraut
 • Útiaðstaða og bókaskápur við Sólheimasafn
 • Fallegri lokun Rauðalækjar
 • Hærri upphífingarstangir í Laugardalinn
 • Dvalarsvæði við Rauðalæk
 • Hraðavaraskilti á Gullteig
  > Upplýsingasíða í framkvæmdasjá: Hverfið mitt Laugardalur - framkvæmdir 2017

Miðborg –  Valin verkefni

 • Fleiri ruslastampa í Miðborgina
 • Fleiri bekki í Miðborgina
 • Heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn
 • Bæta útigrillin í Hljómskálagarðinum og setja þak yfir þau
  > Upplýsingasíða í Framkvæmdasjá: Hverfið mitt Miðborg - framkvæmdir 2017

Vesturbær – Valin verkefni  

 • Leggja göngu- og hjólastíg aftan við Olís Ánanaust
 • Bæta og fegra skúrana við Ægisíðu
 • Betri lýsingu á stíg milli Hofsvallagötu og Kaplaskjólsvegar
 • Ný gangstétt og hjólavísar á Birkimel
 • Ljóð sem birtast í rigningu
 • Betri sparkvelli á Ægisíðu og Sörlaskjóli
 • Sleðabrekka á Lynghagaróló
 • Gangbrautarljós yfir Ánanaust
 • Ungbarnarólur með foreldrasæti
 • Drykkjarfontur á Eiðsgranda
 • Lengja gangstétt milli Ála- og Flyðrugranda
  > Upplýsingasíða í framkvæmdasjá: Hverfið mitt Vesturbær - framkvæmdir 2017

 

> skoða upplýsingasíðu um Hverfið mitt 2017

 

Almenn kynning á verkefninu Hverfið mitt 2016

Hverfið mitt - hverfakosning 2016 eru fimmtu kosningnar af þessum toga, en þær voru áður haldnar undir nafninu Betri hverfi.  Að þessu sinni var 50% meira fé varið til verkefnisins en framkvæmt verður fyrir 450 milljónir króna í stað 300 milljóna áður. Verkefnin sem kosin voru í október 2016 koma til framkvæmda 2017. 

Eftirfarandi upplýsingar voru teknar saman á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara 24. maí 2016

Hverfakosning 2016

Hverfakosningin er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar. 

Hvaða hugmyndafræði liggur að baki?

Verkefnið byggir á hugmyndum um umræðulýðræði, þátttökulýðræði, þátttökufjárhagsáætlunargerð - að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku, umfram það sem gerist í hefðbundnu fulltrúalýðræði. Byggt er á reynslu fyrri ára en jafnframt leitað í smiðju sérfræðinga og annarra borga um heiminn þar sem þátttökufjárhagsáætlunargerð hefur verið reynd.

Skipting fjármagns eftir hverfum

Gert er ráð fyrir 450 milljónum króna til verkefnisins. Fjármagn er eins og áður bundið við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni.
Til að tryggja minnstu hverfunum lágmarksfjárhæð til umráða er fjórðungi fjárheimildarinnar skipt jafnt milli hverfa. Það fjármagn sem eftir stendur skiptist á milli hverfanna í réttu hlutfalli við íbúafjölda.
 
Fyrstu 112,5 milljónunum er þannig skipt jafnt milli hverfanna tíu og koma því að lágmarki 11,25 milljónir króna í hlut hvers hverfis. Því sem eftir stendur, eða 337,5 milljónum króna, er skipt á milli þeirra 122.001 íbúa sem staðsettir eru í hverfum borgarinnar þannig að í hlut hvers og eins koma kr. 2.766,37. Þessi tala er svo margfölduð með íbúatölu hvers hverfis og fæst þá heildarfjárheimild hverfisins. Fjöldi íbúa og skipting milli hverfa miðast lok árs 2015.*
 
Betri hverfi 2016
       
Skipting fjármagns eftir hverfum
Hverfi
Íbúar
Lágmark
Skv. íbúafjölda
Samtals
Árbær
10.956
11.250.000
30.308.350
41.558.350
Breiðholt
21.222
11.250.000
58.707.904
69.957.904
Grafarholt og Úlfarsárdalur
6.418
11.250.000
17.754.563
29.004.563
Grafarvogur
17.854
11.250.000
49.390.770
60.640.770
Háaleiti og Bústaðir
14.339
11.250.000
39.666.979
50.916.979
Hlíðar
10.032
11.250.000
27.752.223
39.002.223
Kjalarnes
905
11.250.000
2.503.565
13.753.565
Laugardalur
15.951
11.250.000
44.126.368
55.376.368
Miðborg
8.219
11.250.000
22.736.795
33.986.795
Vesturbær
16.105
11.250.000
44.552.389
55.802.389
Samtals:
122.001
112.500.000
224.999.999
449.999.906
 
* Tölur um íbúafjölda eru frá árslokum 2015 og byggja á gögnum skrifstofu gæða og rannsókna hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Heildaríbúafjöldi var skv. þessu 122.460 en þar af eru 459 óstaðsettir í hús eða skráðir í sendiráð erlendis. Eftir standa 122.001 íbúi sem dreifast á hverfin skv. meðfylgjandi töflu.
 

Hverfið mitt – verkáætlun og tímasetningar

Verkefnið í heild er í fjórum fösum. Hugmyndasöfnun; umræða um hugmyndir og úrvinnsla; kosningar og framkvæmd.

Helstu tímasetningar eru eftirfarandi:

 • Hugmyndasöfnun í þrjár vikur – 25. maí – 15. júní 2016
 • Hugmyndir metnar af sérfræðingum á umhverfis- og skipulagssviði.
 • Samráð við hverfisráðin í Reykjavík, sem stilla upp 20 verkefnum í hverju hverfi til kosninga.
 • Rafræn kosning um verkefni til framkvæmda  - 3. – 17. nóvember 2016
 • Undirbúningur útboðs. Verkhönnun verkefna og gerð útboðsgagna.
 • Framkvæmdir frá apríl til september 2017

Hugmyndasöfnun 25. maí – 15. júní 2016

Óskað er eftir snjöllum hugmyndum frá íbúum um smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefni í hverfum Reykjavíkur til að kjósa um í hverfakosningu Betri Reykjavíkur.
 
Markmiðið er að hugmyndirnar:
 • nýtist hverfinu í heild.
 • kosti ekki meira en er í framkvæmdapotti hverfisins.
 • krefjist ekki mjög flókins undirbúnings og framkvæmdar.
 • falli að skipulagi borgarinnar og stefnu, sé í verkahring borgarinnar og á borgarlandi.
Hugmyndir geta t.d. varðað:
 • umhverfi og möguleika til útivistar og samveru, s.s. bekkir, gróður, útilistaverk, fegrun.
 • aðstöðu til leikja eða afþreyingar, s.s. að bæta leiksvæði og endurnýja leiktæki.
 • betri aðstöðu til göngu, hjólreiða og notkun almenningssamganga, s.s. stígatengingar, lýsingu, lagfæringu gönguleiða.
Fagteymi umhverfis- og skipulagssviðs tekur við hugmyndunum og metur hvort hægt sé að ráðast í framkvæmdina á vettvangi hverfakosningarinnar.
 
Þegar hugmynd er sett inn á samráðsvefinn www.betrireykjavik.is þarf fyrst að skrá sig á vefinn, velja hverfi og huga að því að heiti hugmyndar, staðsetning og lýsing sé skýr. Hægt er að setja inn hugmynd í hvaða hverfi borgarinnar sem er, óháð búsetu. Með sama hætti er hægt að bæta við rökum við hugmynd.
 
Öllum stendur til boða að nota almenningstölvur í bókasöfnum og þjónustumiðstöðvum borgarinnar í þessu skyni.

Forgangsröðun hugmynda á vef 16. júní – 29. júlí 2016

Íbúar kynna sér á vefnum hugmyndir annarra, rökræða þær og gefa þeim vægi sitt (hér gilda sömu reglur og á Betri Reykjavík). Allar hugmyndir og rökstuðningur úr ferlinu eru sett á samráðsvefinn til umræðu.
Stuðningur við hugmynd á þessu stigi hefur áhrif á það hvort hún eigi möguleika á að komast áfram í hverfakosningu þar sem fjármagni er úthlutað. Þó skal hafa í huga að jafnvel vinsælar hugmyndir geta verið slegnar út ef í ljós kemur að þær uppfylla ekki skilyrði um kostnað og framkvæmanleika. Mikilvægt er að hafa í huga að á þessu stigi er um undankeppni að ræða - stuðningur á samráðsvefnum er ekki endanlegt val. Það fer fram í rafrænni kosningu á sérstöku vefsvæði í október 2016.

Mat fagteymis

Fagteymi starfsfólks á umhverfis- og skipulagssviði byrjar að meta hugmyndir um leið og þær fara að berast á vefinn. Hugmyndirnar eru metnar út frá þeim leiðbeiningum sem gefnar eru í söfnun hugmynda.
 
Niðurstöðum fagteymis verður miðlað við hverja hugmynd á samráðsvefnum jafnóðum þannig að notendur viti ef hugmyndin kemur ekki til álita í óbreyttri mynd. Reynt verður að kalla eftir frekari lýsingu og aðlaga hugmynd í samvinnu við hugmyndahöfund og notendur vefsins.
Þær hugmyndir sem eru óframkvæmanlegar eða sprengja fjárhagsramma hverfisins og sem ekki næst með góðu móti að aðlaga kröfunum í samtali fagteymis við hugmyndahöfunda, detta sjálfkrafa út og verða ekki í boði við hverfakosningu. Þegar hugmyndir detta út með þessum hætti færast allar hugmyndir sem neðar eru upp um eitt sæti.
 
Hugmyndirnar geta orðið færri en 20 fyrir hvert hverfi ef ekki berast nógu margar hugmyndir í öllu ferlinu og/eða ef ekki tekst að fella þær að þeim skilgreiningum um hugmyndir sem hér er kallað eftir.

Hverfisráð

Í september 2016 funda hverfisráð með fulltrúum fagteymis umhverfis- og skipulagsráðs um mat þeirra á innsendum hugmyndum í hverfinu, og fara yfir verkefni í þeirri vinsældaröð sem þau birtast á samráðsvefnum. Hverfisráð skoða m.a. dreifingu verkefna um hverfið og hvaða verkefni munu falla út eftir yfirferð fagteymis. Telji hverfisráð að röðun þeirra verkefna sem eftir standa (allt að 20) sé með þeim hætti að verulega halli á ákveðna hverfishluta, getur það reynt að jafna leikinn með því að skipta út allt að 5 af 20 efstu verkefnum fyrir verkefni neðar á listanum (að því gefnu að verkefni séu fleiri en 20). Ráðið skal við þetta hafa í huga vinsældir þeirra hugmynda sem skipt er út. Miðað er við að niðurstaða hverfisráðanna liggi fyrir ekki síðar en 15. október 2016.

Hverfakosning 3. - 17. nóvember

Þegar verkefnum hefur verið stillt upp fyrir hvert hverfi gefst íbúum Reykjavíkurborgar kostur á að velja á milli allt að 20 verkefna í hverju hverfi. Valið fer fram á sérstöku vefsvæði þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti (með Íslykli eða rafrænum skilríkjum) og þar sem atkvæði er dulkóðað. Þannig er aldrei hægt að tengja atkvæði við einstaklinga. Þátttaka er opin öllum sem náð hafa 16 ára aldri þann 31. desember 2015 og hafa lögheimili í Reykjavík þegar valið fer fram. Val verkefna stendur yfir í tvær vikur, frá 3. - 17. nóvember.
 
Eftir að kosningavefurinn var opnaður 3. nóvember kom í ljós að í einhverjum tilvikum var kostnaður sem skráður er í frumhönnunarskjöl ekki sá sami og á kosningasíðunni sjálfri (kjörseðli). Í þessum tilvikum gildir upphæðin sem tilgreind er á kosningasíðunni.
Vakin er athygli á því að ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er tóku gildi 1. janúar 2012.

Kosningarnar eru síðasta stigið af fjórum í samráðsferli íbúa, hverfisráða og Reykjavíkurborgar og eru niðurstöðurnar bindandi. Verkefni sem íbúar kjósa verða framkvæmd frá apríl til september 2017.

Framkvæmd verkefna

Verkefni verða hönnuð, boðin út og framkvæmd frá seinni hluta árs 2016 fram í september 2017 þegar gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki. Upplýsingum um framgang þeirra verður miðlað á vef Reykjavíkurborgar (Framkvæmdasjá) og á Betri Reykjavík. Leitast verður við að hafa samráð við hugmyndasmiði og hverfisráð um útfærslu verkefna - ekki síst í þeim tilfellum að breyta þurfi verkefnum.
 
Þeim hugmyndum sem ekki ná kosningu verður komið í ákveðinn farveg hjá Reykjavíkurborg, t.d. sem ábendingum til fagráða eða sem innleggi í skipulagsumræðu.

Hvað ef ég get ekki notað samráðsvefinn?

Þeir sem ekki geta sett fram hugmyndir á samráðsvef, s.s. vegna fötlunar, býðst á meðan á hugmyndasöfnun stendur að senda hugmyndir sínar með tölvupósti á betrireykjavik@ibuar.is eða með pósti stíluðum á Betri Reykjavík, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöðvar í hverfunum eða þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11 og óska eftir aðstoð.
 

Gögn vegna kynningar á kosningum

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 4 =