Íbúðarhúsalóðir til sölu

Yfirlit yfir byggingarrétt sem er til sölu.

Haukahlíð 4

Reykjavíkurborg leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni Haukahlíð 4

Uppfært 8. ágúst 2022: Kauptilboð hafa verið opnuð. Bókuð tilboð vegna byggingarréttar á lóðinni Haukahlíð 4

Á lóðinni Haukahlíð 4, er heimilt að byggja húsnæði undir íbúðarhúsnæði allt að 17.500 A fermetrar og 1.600 B fermetrar ofanjarðar, samtals 19.100 fermetrar íbúðarhúsnæði ofanjarðar. Fjöldi hæða er 3-5. Áhersla er á fjölbreyttar stærðir íbúða. Hámark 0,75 bílastæði pr. íbúð og 2 hjólastæði pr. íbúð. Bílastæði skulu leyst innan lóðar í bílakjallara.

Haukahlíð 4

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 12:00, föstudaginn 8. júlí 2022, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is.  

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Undirrituðum tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en kl. 12:00 þann 8. ágúst 2022.

Gæta skal þess að tilboð lögaðila séu staðfest af þeim sem hefur/hafa heimild til að skuldbinda félagið.

Niðurstaða útboðs er birt á útboðsvef Reykjavíkurborgar og á slóðinni https://reykjavik.is/lodir

Ferill umsókna

Í stórum dráttum er umsóknarferlið eftirfarandi:

  • Sótt er um byggingarrétt eða lóð á sérstöku umsóknareyðublaði.
  • Úthlutað er í þeirri röð sem umsóknir berast.
  • Umsókn er móttekin og umsækjandi fær staðfestingu með ósk um að senda gögn um greiðsluhæfi eða lánsloforð
  • Eftir að umsækjandi hefur skilað inn gögnum er umsókn lögð fyrir borgarráð, sem úthlutar byggingarrétti ásamt leigulóðarréttindum. Þá er kominn á bindandi kaupsamningur.
  • Lóð skal greidd innan 45 daga frá úthlutunardagsetningu (samþykkt borgarráðs). 
  • Gengið er frá lóðarleigusamningi eftir að lóð/byggingarréttur hefur verið greiddur.

Nánari upplýsingar er að finna í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús í Reykjavík.