Íbúðarhúsalóðir til sölu
Á lóðavefnum okkar reykjavik.is/lodir er yfirlit yfir byggingarrétt sem er til sölu.
Ferill umsókna
Í stórum dráttum er umsóknarferlið eftirfarandi:
- Sótt er um byggingarrétt eða lóð á sérstöku umsóknareyðublaði.
- Úthlutað er í þeirri röð sem umsóknir berast.
- Umsókn er móttekin og umsækjandi fær staðfestingu með ósk um að senda gögn um greiðsluhæfi eða lánsloforð
- Eftir að umsækjandi hefur skilað inn gögnum er umsókn lögð fyrir borgarráð, sem úthlutar byggingarrétti ásamt leigulóðarréttindum. Þá er kominn á bindandi kaupsamningur.
- Lóð skal greidd innan 45 daga frá úthlutunardagsetningu (samþykkt borgarráðs).
- Gengið er frá lóðarleigusamningi eftir að lóð/byggingarréttur hefur verið greiddur.
Nánari upplýsingar er að finna í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús í Reykjavík.