Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík.
 

Breytingin felur í sér fjölgun íbúða úr 360 í 600, fækkun fermetra atvinnuhúsnæðis á jarðhæðum reita C, D, E og F, nýrri borgargötu með aðkomu að íþróttasvæði bætt við milli knatthúss og lóðar A og gert ráð fyrir leikskóla í byggingu knatthúss. Auk þess sem fjölbreytileiki byggðar eykst með stöllun húshæða, sem áður voru einsleitari með 4 hæðum og inndreginni 5.hæð, en munu nú trappast frá 3-5 hæðum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
 

Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, frá 27. júní til og með 8. ágúst  2014.  Einnig má sjá tillöguna á heimasíðunni,  www.reykjavik.is, undir skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis – og skipulagsviðs, b.t. skipulagsfulltrúa,  eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 8. ágúst  2014.  

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 5 =