Upplýsingar, ráðgjöf og tómstundir

Í Hinu Húsinu er hægt að fá upplýsingar, ráðgjöf og leiðbeiningar um hvers kyns málefni sem tengjast ungu fólki hvort heldur hjá starfsmönnum eða upplýsingavefnum Áttavitanum. Þar er líka hægt að fá aðstoð og nýta sér frábæra aðstöðu til að vinna að hugmynd sinni eða halda ýmiss konar viðburði, ráðstefnur, kynningar eða fundi. Svo er líka hægt að kíkja við til að hanga, spila og hafa það bara notalegt.

Upplýsingamiðstöð

Í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins getur hver sem er á aldrinum 16–25 ára komið og fengið aðstoð starfsfólks við að koma hugmynd sinni í framkvæmd og nýtt sér fjölbreytta aðstöðu Hins Hússins.

 

Meðal annars er hægt að taka upp og spila tónlist í fullbúnu hljóðveri, klippa og vinna video í videoklippi aðstöðu, halda fundi, ráðstefnur, tónleika, æfa dans eða leikverk svo að eitthvað sé nefnt.

 

Fullbúið hljóðkerfi, fjarfundabúnaður og stórir skjáir eru meðal annarra tóla og tækja á staðnum. Svo er líka hægt að koma og að fara í borðtennis, spila Playstation eða borðspil.

""

Áttavitinn - upplýsingagátt og ráðgjöf

Áttavitinn er upplýsingavefur miðaður að ungu fólki á aldrinum 16–25 ára. Á vefnum má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur ýmsum sviðum s.s. heilsu, húsnæðismálum, námi, samböndum og kynlífi.

 

Hægt er að senda inn nafnlausar spurningar um ýmis málefni og fá svör frá sérstöku ráðgjafateymi.

""

Opið hús fyrir 16–18 ára

Á opnu húsi á fimmtudagskvöldum er meðal annars hægt að fara í tölvuleiki, spila borðtennis, fara í karaoke, dansa, spila borðspil eða bara hanga og spjalla.